Leita í fréttum mbl.is

Að fórna öllu fyrir Svavar Sendiherra er trúarbrjálsemi af verstu tegund

Í Heimsljósi Halldórs frá Laxnesi er sagt frá gömlum manni, sem um sína daga var svo handgenginn skáldinu Guðmundi Grímssyni Grunnvíkingi, að hann hefði glaður leitt einu kúna á bænum frá munnunum á sveltandi börnum sínum til að færa hana G. G. Grunnvíkingi hefði hann þurft þess með.

vg1dog6Á sama hátt virðist komið fyrir Steigrími okkar J. og gamla manninum í Heimsljósi, nema að í tilfelli Steingríms heitir átrúnaðargoðið ekki G.G. Grunnvíkingur heldur Svavar Gestsson. Því miður æxluðust mál þannig, að Steingrímur fól átrúnaðargoði sínu að yrkja, ásamt Bretum og Hollendingum, nothæfan sálm um tiltekið glæpaverk sem íslenskir menn frömdu í Bretlandi og Hollandi. Þegar til kom vildu Íslendingar ekkert með kveðskap Svavars Sendiherra hafa. En Steigrímur brást æfur við og hefur til þessa haldið samningi meistara síns fram af fölskvalausu offorsi. Nú er svo að sjá að Steingrímur sé þess albúinn að fórna öllu sem í kringum hann er, kviku sem dauðu, leiða allar kýrnar úr fjósinu til Bretlands og Hollands, fyrir það eitt að sálmurinn um Icesave eftir Svavar Gestsson megi standa. Annað kemst trauðla fyrir í höfðinu á karlsveskjunni. Yfir svona háttalag er til ágætt orð á íslensku: Trúarbrjálsemi. 


mbl.is „Ekki einhliða innanríkismál“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sveinn Elías Hansson

Já mikil er trú Steingríms á þennan steingelda sendiherra.

Sveinn Elías Hansson, 10.1.2010 kl. 22:29

2 Smámynd: Jóhannes Ragnarsson

Þessi ofsatrú er því miður orðin að stóru vandamáli. Við verðum bara að vona að Steingrímur sjái sig um hönd og losi sig við hinn hvimleiða falsguð.

Jóhannes Ragnarsson, 10.1.2010 kl. 22:35

3 Smámynd: Jakob Þór Haraldsson

Já, sorglegt hvernig Steingrím hefur tekist að "rústa ímynd sinni & trúverðugleika" - hvað er eiginlega að gerast upp í hausnum á SteinFREÐ & Jóhönnu?? Ég & fjöldi fólks hef fengið mig fullsaddan af hráskinnaleik núverandi valdhafa og frábið mér og þjóðinni allri að veita þeim starfsfrið mikið lengur. Eða með orðum Ingibjargar Sólrúnar: "Nú er mál að linni" svona getur þetta ekki haldið áfram...! Vinnubrögð Steingríms í þessu Icesave máli minna mikið á klúðrið & hrokann tengt fjölmiðlalögunum. Mér sýnist Steingrímur vera búinn að taka upp hrokastjórnun & viðhorfs Dabba kóngs. Mér finnst einnig sorglegt hvernig einn maður getur breytt jafn gróflega skoðunum sínum í fjölda mála frá því að hann var í stjórnarandstöðu og yfir í að vera í stjórn. Alveg ótrúleg upplifun. kv. Heilbrigð skynsemi (fun.blog.is)

Jakob Þór Haraldsson, 10.1.2010 kl. 23:45

4 Smámynd: Sigurður Haraldsson

Guð hjálpi íslandi segi nú ekki annað.

Sigurður Haraldsson, 11.1.2010 kl. 01:34

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jóhannes Ragnarsson
Jóhannes Ragnarsson

Höfundur er búsettur í Ólafsvík.

netfang: joiragg@visir.is  Sími:436-1438 og 895-1438

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband