Leita í fréttum mbl.is

Ísland hefur eignast kraftaskáld sem mikils má vænta af

vik.jpgSvo er að sjá, að með einu huggulegu ljóðmæli hafi Ólafi F. Magnússyni tekist að yrkja Hönnu Birnu langleiðina útaf hinu pólitíska korti. Með tveimur til þremur álíka ljóðum til viðbótar mun Láfa F. takast að kveða þessa ágætu borgarstýru algörlega um koll í eitt skipti fyrir öll. 

Nú má vel vera, að hatursmenn sannrar ljóðlistar, eins og Vilhjámur Þ. Vilhjálmsson og trúlega fleiri Valhallarbúar, séu þeirrar skoðunar að verk Ólafs F. byggist á níði, lygum og klámi og vilji ekkert af þeim vita og því síður heyra. Það er þeirra vandamál og svo sem ekkert við því að segja fremur en öskrum götustráka þegar þeir eru flengdir fyrir ókytti.

Hinsvegar áttuðu gáfaðir menn með glöggt brageyra sig strax á, þegar þeir heyrðu ljóðmæli Ólafs F. á borgarstjórnarfundinum í dag, að Ísland væri búið að eignast kraftaskáld sem stæði traustum fótum á þúsund ára arfi hetjuþjóðarinnar. Gegn slíku kraftaskáldi á ein fyrrverandi þjónustupía af skrifstofu Kjartans Gunnarssonar í Valhöll auðvitað ekkert svar; hún er einfaldlega dæmd til að sökkva til botns og ílengjast þar.

Og eftirleikurinn mun verða Ólafi F. Magnússyni auðveldur. En vandséð er að nokkur maður með hærri greidarvísitölu en meðalbúrtík muni fyrir sitt litla pólitíska líf þora að ýfast við hinu nýalskapaða kraftaskáldi því hver sá er reyndi þessháttar ósvinnu myndi umsvifalaust verða kveðinn öfugur ofaní sína köldu og hráslagalegu pólitísku gröf af ákvæðaskáldinu Ólafi F. Magnússyni.


mbl.is Ólafur víttur á borgarstjórnarfundi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður Þórðarson

Góður.

Ólafur fór á kostum þegar  hann komst loks að.

Sigurður Þórðarson, 19.1.2010 kl. 23:30

2 Smámynd: Anna Sigríður Guðmundsdóttir

Fólki verður að leyfast þau mannréttindi að segja frá spillingu ef á að vera hægt að hreinsa til vítt og breitt í þjóðfélaginu. Ekki þýðir að þegja spillingu í hel. M.b.kv. Anna

Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 19.1.2010 kl. 23:38

3 Smámynd: Sveinn Elías Hansson

Vandamálið er það að það á að þegja yfir öllu, og þar fer ríkisstjórnin fremst.

Allir þessir pólitíkuisar eru í vinnu hjá fjármagnseigendum.

Sveinn Elías Hansson, 20.1.2010 kl. 00:03

4 Smámynd: Anna Einarsdóttir

Þetta heitir sko að kveða í kútinn.

Anna Einarsdóttir, 20.1.2010 kl. 14:27

5 Smámynd: Jens Guðmundur Jensson

Ólafur F. á allan heiður skilið. Ég efa að heiðarlegri maður hafi nokkurn tíman verið svikinn jafn fólskulega í Íslenskum stjórnmálum.

Bara að skifta á Ólafi F. og Óskari Bergssyni lýsir annaðhvort dómgreindarleysi, eða aðlöðun að spillingu. Og hallast ég frekar að því síðarnefnda, haft í huga pólitískt uppeldi Hönnu Birnu og innræti uppeldisföður hennar, Kjartans Landsbankastjórnanda.

Jens Guðmundur Jensson, 20.1.2010 kl. 14:34

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jóhannes Ragnarsson
Jóhannes Ragnarsson

Höfundur er búsettur í Ólafsvík.

netfang: joiragg@visir.is  Sími:436-1438 og 895-1438

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband