Leita í fréttum mbl.is

Alþingi Íslendinga biðjist fyrirgefningar á ódæðinu

Það er mikið fagnaðarefni að Alþingi skuli loksins ætla að taka þátttöku Íslands í Íraksstríðinu til meðferðar. Þessi einkennilega þátttaka Íslands í einhverjum herfilegasta stríðsglæp sem framinn hefur verið, a.m.k. í seinni tíð, verður að upplýsa og í framhaldi af því á Alþingi Íslendinga að biðja ísrösku þjóðina fyrirgefningar á tiltækinu.
mbl.is Þingmenn rannsaki þátttöku í Íraksstríði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Auðun Gíslason

Ég legg til að við segjum einhverjum fleirum stríð á hendur strax.  Ekkert orsakar meiri þjóðrembu-standpínu en stríð!

Auðun Gíslason, 1.2.2010 kl. 15:44

2 Smámynd: Sigurður Sigurðsson

Lestu þetta Jóhannes !!  Það kannski hentar ekki ykkur vinstra liðinu í landinu í dag ???

Stuðningur við afvopnun Íraks var í samræmi við íslensk lög

Eiríkur Tómasson prófessor.
Eiríkur Tómasson prófessor.

ÁKVÖRÐUN, sem tekin var af þáverandi forsætis- og utanríkisráðherrum hinn 18. mars 2003, að höfðu samráði við ríkisstjórnina, um að styðja tafarlausa afvopnun Íraks, var í fullu samræmi við íslensk lög og stjórnskipun, að mati Eiríks Tómassonar, deildarforseta og prófessors í réttarfari og stjórnskipunarrétti við lagadeild Háskóla Íslands.

Halldór Ásgrímsson forsætisráðherra fól Eiríki að taka saman lögfræðiálit um lögmæti þeirrar ákvörðunar þáverandi forsætisráðherra og utanríkisráðherra frá 18. mars 2003 að styðja áform Bandaríkjanna, Bretlands og annarra ríkja um tafarlausa afvopnun Íraks. Skilaði Eiríkur áliti sínu 23. janúar síðastliðinn. Hann byggði álitið m.a. á upplýsingum sem forsætisráðuneytið lét honum í té.

Eiríkur bendir m.a. á að samkvæmt íslenskri stjórnskipun séu ráðherrar æðstu handhafar framkvæmdarvaldsins, hver á sínu sviði. Ríkisstjórnin starfi því ekki sem fjölskipað stjórnvald þótt ráðherrar kynni samráðherrum sínum mikilvæg mál og ræði fyrirhugaðar ákvarðanir á ríkisstjórnarfundum.

"Í samræmi við þessa meginreglu tekur utanríkisráðherra endanlegar ákvarðanir í þeim málum, sem undir hann heyra og mikilvægar geta talist, og ber einn ábyrgð á þeim," skrifar Eiríkur. Hann segir þetta þó ekki algilt. Í undantekningartilvikum hafi ráðherra ekki heimild til að taka slíkar ákvarðanir, nema samþykki Alþingis komi til. Það er ef um er að ræða samninga við önnur ríki sem hafa í sér fólgið afsal eða kvaðir á landi eða landhelgi eða horfa til breytinga á stjórnarhögum ríkisins, samanber 21. grein stjórnarskrárinnar. Þar segir að forseti Íslands geri samninga við erlend ríki, en í raun fer utanríkisráðherra með það vald því samkvæmt 13. og 19. greinum stjórnarskrárinnar fara ráðherrar með það framkvæmdarvald, sem forseta er fengið í stjórnarskránni. Ráðherrar bera enda ábyrgð á þeim stjórnarathöfnum öllum samkvæmt 14. grein stjórnarskrárinnar. Séu ákvarðanir þess eðlis að þær varði pólitíska stefnumótun ríkisstjórnar og kunni að varða mál, sem heyra undir fleiri ráðherra, sé eðlilegt að forsætisráðherra taki slíkar ákvarðanir, að höfðu samráði við hlutaðeigandi ráðherra og eftir atvikum ríkisstjórnina í heild. Þá skrifar Eiríkur:

"Þegar ákvarðanir í utanríkismálum hafa ekki í sér fólgnar afsal eða kvaðir á landi eða landhelgi eða þær horfa ekki til breytinga á stjórnarhögum ríkisins, sbr. 21. gr. stjórnarskrárinnar, tekur utanríkisráðherra þær ákvarðanir, eftir atvikum að höfðu samráði við forsætisráðherra og ríkisstjórn. Þetta á m.a. við ákvarðanir um það hvort beita skuli þjóðréttarlegum þvingunaraðgerðum, eins og fram kemur í fyrrgreindu riti Ólafs Jóhannessonar, bls. 379." [Stjórnskipun Íslands, útg. 1960.]

Eiríkur bendir á að fyrrnefnd ákvörðun þáverandi forsætis- og utanríkisráðherra 18. mars 2003, að höfðu samráði við ríkisstjórnina, um að styðja tafarlausa afvopnun Íraks hafi verið þríþætt. Í fyrsta lagi að ljá leiðtogum Bandaríkjanna, Bretlands og annarra ríkja pólitískan stuðning til aðgerða til að ná fyrrgreindu markmiði. Í öðru lagi að veita aðgang að íslenskri lofthelgi og heimild til að nota Keflavíkurflugvöll ef nauðsyn krefði vegna aðgerða í Írak. Í þriðja lagi að veita mannúðaraðstoð og taka síðan þátt í uppbyggingarstarfi í Írak þegar aðgerðunum lyki. Þá segir í álitinu:

"Samkvæmt því, sem að framan greinir, var það í fullu samræmi við íslensk lög og stjórnskipun að forsætisráðherra og utanríkisráðherra tækju umrædda ákvörðun í sameiningu. Ákvörðunin var ekki þess eðlis að samþykki Alþingis þyrfti til að koma, þar sem ekki var um að ræða ákvörðun, sem fól í sér frekari kvaðir á íslensku landi og lofthelgi en leiðir af varnarsamningnum milli Íslands og Bandaríkjanna, sbr. lög nr. 110/1951."

Þá víkur Eiríkur að hlutverki utanríkismálanefndar Alþingis og rekur lög sem gilt hafa um hlutverk nefndarinnar og hvernig þau hafa þróast. Í 24. grein laga 55/1991 um þingsköp Alþingis segir: "Utanríkismálanefnd skal vera ríkisstjórninni til ráðuneytis um meiri háttar utanríkismál enda skal ríkisstjórnin ávallt bera undir hana slík mál jafnt á þingtíma sem í þinghléum." Eiríkur segir að ekki verði ráðið af lögskýringargögnum hvaða mál teljist "meiri háttar utanríkismál" í skilningi fyrrgreindrar lagagreinar. "Hlýtur það að ráðast af mati hverju sinni, enda verður ekki í fljótu bragði séð að neinar fastmótaðar venjur hafi skapast í því efni. Hvað sem því líður er víst að umrætt ákvæði í þingsköpum, eins og það er úr garði gert, hróflar ekki við þeirri skipan, sem ráð er fyrir gert í stjórnarskránni og lýst er hér að framan, að utanríkisráðherra og eftir atvikum aðrir ráðherrar fari með óskorað vald til að taka stjórnvaldsákvarðanir, hver á sínu sviði, nema því valdi séu sett skýr takmörk í stjórnarskránni eða settum lögum," skrifar Eiríkur.

Þá víkur Eiríkur að umræðum um málið í utanríkismálanefnd fyrri hluta ársins 2003 en afstaða Íslands til hernaðaraðgerða gegn Írak hafði komið þar til umræðu áður en fyrrnefnd ákvörðun var tekin 18. mars 2003. M.a. var Eiríki tjáð að þáverandi utanríkisráðherra hefði mætt á fund nefndarinnar til að upplýsa hana um stöðu málsins 19. febrúar 2003. "Þar með má segja að þeirri skyldu, sem fyrir er mælt í 24. gr. laga nr. 55/1991, hafi verið fullnægt af hálfu ríkisstjórnarinnar, enda er þar vísað til "meiri háttar mála", en ekki "meiri háttar ákvarðana" í einstökum málum. Ekki hefur verið venja að túlka ákvæðið svo rúmt að skylt sé að bera slíkar ákvarðanir fyrir fram undir utanríkismálanefnd, t.d. hefur komið fram opinberlega að ýmsar ákvarðanir þess efnis, að Ísland lýsi yfir stuðningi við hernaðaraðgerðir gegn einstökum ríkjum, hafi ekki verið bornar áður undir nefndina," segir í niðurlagi lögfræðiálits Eiríks Tómassonar.


Sigurður Sigurðsson, 1.2.2010 kl. 16:06

3 Smámynd: Jóhannes Ragnarsson

Ég gef nú lítið fyrir pantaðar syndaaflausnir úr lögfræðibásnum í Framsóknarfjósinu. Stuðningur við ólöglegan stríðsrekstur, stríðsglæp, verður aldrei réttlættur með lögfræðilegum málalengingum og kjaftæði.

Jóhannes Ragnarsson, 1.2.2010 kl. 16:34

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jóhannes Ragnarsson
Jóhannes Ragnarsson

Höfundur er búsettur í Ólafsvík.

netfang: joiragg@visir.is  Sími:436-1438 og 895-1438

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband