Leita í fréttum mbl.is

Endalaus fegurð trúarinnar

fool1.jpgÉg held þau hafi gott af því, hollensku stjórnvöldin, að trúa því statt og stöðugt að Íslendingar ætli að borga þeim Icesave-aurana. Að trúa því að fólk, sem enga aðkomu á að fjármálabralli kapítalistanna, ætli að reiða fram milljarða á milljarða ofan, er svo endalaust fallegt að engin orð eru til yfir slíka fegurð. Það er eins og trúa því að höndin sem maður skar af sér í ógáti við eldhúsborðið vaxi aftur og allt verði eins og ekkert hafi í skorist.

En hvort Hollendingar og Bretar halda áfram að trúa, eftir að Íslendingar hafa sagt þeim að halda kjafti og éta skít í þjóðaratkvæðagreiðslunni miklu, er ómögulegt að segja, en ekki er samt ólíklegt að trúarhiti þeirra lækki um fáeinar gráður eftir þá afgreiðslu. 


mbl.is Ekki nógu gott fyrir Íslendinga
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Snæbjörnsson

fín íslenska hjá þér Jóhannes - fer ekki á milli mála skoðun þín

Jón Snæbjörnsson, 26.2.2010 kl. 08:38

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jóhannes Ragnarsson
Jóhannes Ragnarsson

Höfundur er búsettur í Ólafsvík.

netfang: joiragg@visir.is  Sími:436-1438 og 895-1438

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband