Leita í fréttum mbl.is

Ráðherrastóllinn ætlar að verða Steingrími dýr

Hann ætlar að verða Steingrími dýr þessi ráðherrastóll, sem hann var búinn að bíða eftir að skríða uppí í 18 ár ,,til að hafa áhrif" eins og hinir ríkisstjórnarsjúku í VG segja. Það verður að segjast eins og er, að það kaus ekki nokkur maður VG síðastliðið vor, nema e.t.v. Steingrímur sjálfur, Álfheiður og Svavarsfjölskyldan, til að þjóna hagsmunum auðvaldsins og borgarastéttarinnar, sækja um aðild að ESB og samþykkja Icesave-glæpinn hvað sem hann kostaði. Þá virðist ráðherrastóllinn langþráði ætla verða þess valdandi að flokkur ráðherrans sem situr í stólnum, Vinstrihreyfingin grænt framboð, splundrist á næstunni. Að minnsta kosti er VG klofin að minnsta kosti í tvennt eftir endilöngu og fólk farið að tala um í fullum þunga að stofna róttækan vinstriflokk þar eð VG uppfylli allsekki þau skilyrði sem heiðarlegur alvöru vinstriflokkur þarf að uppfylla.

Eins og staðan er í dag, er ekki útlit fyrir annað en Steingrímur J. ríði frá ráðherrastóli sínum hymmneskum með öll sín hertygi í lamasessi; með brynju slitna, klofinn skjöld, sundrað sverð ... og syndagjöld.


mbl.is Vonbrigði að ekki náðist samkomulag
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður Haraldsson

Ótrúlegur viðsnúningur á sér vart hliðstæðu á manni í pólitík snerist á augabraggði á augabragði.

Sigurður Haraldsson, 26.2.2010 kl. 12:11

2 Smámynd: Rafn Gíslason

Satt segir þú Jóhannes þessi viðsnúningur og framkoma forustu VG gagnvart félagsmönnum og kjósendum flokksins er sorgleg og ljóst að það mun taka langan tíma að lagfæra þessi ósköp ef það er þá hægt. Mér er svipað í huga og þér að kannski er komin tími til að stofna annan flokk sem er þess traust verður að berjast fyrir þeim stefnumálum sem við vinstrimenn viljum halda á lofti.

Rafn Gíslason, 26.2.2010 kl. 12:22

3 Smámynd: Jóhannes Ragnarsson

Ég held, Rafn, að það sé ómögulegt að lagfæra þessi ósköp, það hefur orðið trúnaðarbrestur af þeirri tegund sem varla verður læknaður.

Við sem teljum okkur til róttækra vinstrimanna, sósíalista, þurfum að meta stöðuna ískalt, eins og stundum er sagt, og velja þá leið sem við viljum fara. Frá mínum bæjardyrum séð, væri best eins og staðan er nú, að hefjast þegar handa við að stofna heiðarlegan alvöru vinstriflokk. Ég er ekki í nokkrum vafa um að slíkur flokkur næði strax góðri fótfestu. 

Jóhannes Ragnarsson, 26.2.2010 kl. 12:53

4 Smámynd: Hvumpinn

Það hlakkar nú í okkur sumum, flest virðist ætla að verða óhamingju VG að vopni...

Það alvarlega er að þessi vitleysa bitnar á almenningi.

Hvumpinn, 26.2.2010 kl. 16:12

5 Smámynd: Jóhannes Ragnarsson

Ekki undrar mig að hlakki í þér Hvumpi minn.

Jóhannes Ragnarsson, 26.2.2010 kl. 17:32

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jóhannes Ragnarsson
Jóhannes Ragnarsson

Höfundur er búsettur í Ólafsvík.

netfang: joiragg@visir.is  Sími:436-1438 og 895-1438

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband