Leita í fréttum mbl.is

Steingrímur þríhross?

Þessar forláta yfirlýsingar hæstvirts fjármálaráðherra og formanns VG um þjóðaratkvæðagreiðsluna um svarsvædda Icesave-samninginn, minnir mig í fljótu bragði á ekki minni mann en Pétur þríhross framkvæmdastjóra í Sviðinsvík. En Pétur þessi þríhross átti til að gefa út þá yfirlýsingu, þegar hann var drukkin, að hann væri, ,,sku fanen gale mæ, ingen íslandsmann." Þess má geta að umræddur framkvæmdastjóri lýsti því enn fremur stundum yfir þegar hann var sérlega góðu skapi, að hann væri það sem á útlendum tungumálum er kallað ,,sósíalist."
mbl.is Óvíst hvort Steingrímur kýs
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður Haraldsson

Steingrímur kastaði hanskanum hvað gerum við í því?

Sigurður Haraldsson, 26.2.2010 kl. 13:54

2 Smámynd: Jóhannes Ragnarsson

Við verðum bara að fara okkar leið, Sigurður, Steingrímslausir og án Álfheiðar og svavarsfjölskyldunnar.

Jóhannes Ragnarsson, 26.2.2010 kl. 13:58

3 Smámynd: Sveinn Elías Hansson

Kljúfum flokkinn, stofnum alvöru vinstriflokk.

Sveinn Elías Hansson, 26.2.2010 kl. 20:03

4 Smámynd: Jóhannes Ragnarsson

Steingrímur og hans lið hefur klofið flokkinn með groddalegri og andvinstrisinnaðri framgöngu sinni, svo það ætti með réttu að vera einungis formsatriði að stofna alvöru vinstriflokk. Hitt er svo annað mál hvort allir séu tilbúnir til að stökkva á þessum tímapunkti. Fyrir mitt leiti held ég að ekki sé eftir neinu sérstöku að bíða í þeim efnum.

Jóhannes Ragnarsson, 26.2.2010 kl. 22:22

5 identicon

Yfirlýsing Steingríms er undarleg. Það liggur fyrir tilboð sem er betra en umræddur samningur. Kosningar eru því tímaskekkja og marklausar í venjulegum skilningi. Þær hafa hins vegar táknrænt gildi og ef til vill gildi út á við. Hins vegar er algerlega út í hött að greiða akvæði með samningi sem en verri en sá sem nú stendur til boða.

Hrafn Arnarson (IP-tala skráð) 27.2.2010 kl. 20:46

6 Smámynd: Jóhannes Ragnarsson

Fyrst að betri samningur er mögulegu, er þjóðaratkvæðagreiðsla um áramótasamninginn léttvæg, í besta falli táknræn, eins og þú segir Hrafn.

En eftrir allt sem á undan er gengið finnst mér óhjákvæmilegt annað en nýrri og betri samningur verði eftir sem áður lagur í þjóðaratkvæði. Ég hef á tilfinningunni að fólkið í landinu vilji eiga síðasta orðið varðandi Icesave.

Jóhannes Ragnarsson, 27.2.2010 kl. 21:58

7 identicon

Ég er sammála þessu síðasta og það sem merkilegt er líka sammála Styrmi Gunnarssyni en hann vill hafa þjóðarakvæðagreiðslur um öll mikilvægari mál. Valdaklíkur stórar og smáar hafa stjórnað landinu og það sem skiptir máli er að brjóta þetta vald á bak aftur. Það er sérkennilegt til þess að hugsa að meir að segja EB hefur áhyggjur af skipan dómara hér á landi.

Hrafn Arnarson (IP-tala skráð) 28.2.2010 kl. 12:01

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jóhannes Ragnarsson
Jóhannes Ragnarsson

Höfundur er búsettur í Ólafsvík.

netfang: joiragg@visir.is  Sími:436-1438 og 895-1438

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband