Leita í fréttum mbl.is

Hverjir eru að framkvæma uppgjörið og reikningsskilin?

Johanna-og-Gudlaugur-Thor_1091123689Það er hverju orði sannara hjá herra Karli byskubi, að þessa dagana standi yfir tími uppgjörs og reikningsskila, reynslutími fyrir Íslendinga sem þjóð. Hinsvegar er langt í frá útséð hvort þjóðin muni standast prófraunina sem hún stendur frammi fyrir eða falli með skömm. Því miður er eitt og annað sem bendir til að sú stétt manna, sem leiddi þjóðina fram af hengifluginu, starfi nú um stundir af miklum eldmóði við að framkvæma uppgjörið og reikningsskilin sem herra Karl gerði að umræðuefni í páskamessu sinni. 

Síðastliðið vor reyndi almenningur á Íslandi að gera það sem í hennar valdi stóð til að með því að víkja sekustu gerendunum að hruninu til hliðar í Alþingiskosningum. Eftir kosningarnar tók ,,hreinræktuð" vinstristjórn við völdum og var það ætlun manna í upphafi að hún léti sverfa til stáls gegn óaldarlýðnum sem hafði svo gott sem sökkt landinu. Reyndar er kenningin um ,,hreinræktuðu vinstristjórnina" afar athyglisverð og kómísk. Hvernig stærðfræðiglöggir menn hafa komist að því að hægriflokkur (Samfylkingin) plús útvatnaður vinstrikrataflokkur (VG) geti orðið að ,,hreinrækaðri vinstristjórn" er í besta falli hlægilegt; slíkar reikningskúnstir hafa tæplega sést hér á landi síðan Sölvi Helgason reiknaði hvíta tvíbura í þeldökka konu úti í Afríku forðum daga.

En hvað sem líður útreikningum geggjaðra stjórnmálafræðinga og álitsgjafa, þá er staðreyndin sú, að undir handarjaðri ,,hreinræktuðu vinstrstjórnarinnar, er gamla hrunaauðvaldið að endurreisa sig, svo sem glöggt má sjá á endureinkavæðingunni í bankakerfinu. 

Það er því óhætt að taka heilshugar undir með herra Karli, að nú standi yfir reynslutími fyrir Íslendinga sem þjóð. Ef þjóðin fer þannig að ráði sínu, að hún láti gjörspillt samtryggingarkerfi stjórnmálamanna og gráðugustu hagsmunaaðilana komast upp með að skola reikningsskilunum og uppgjörinu niður um klóakrör ómennskunnar, var til lítils barist með pottum og pönnum í fyrravetur.  


mbl.is Menning hræðslu og tortryggni sækir á
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Sammála þér góð færsla.  Tek sérstaklega undir þetta með Hreinræktuðu Vinstri stjórnina.  Það er brandari. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 4.4.2010 kl. 13:39

2 Smámynd: Jóhannes Ragnarsson

Þetta ,,vinstri" hefur a.m.k. tekið heilmiklum breytingum síðan verkafólkið stofnaði stjórnmálaflokka sína á síðustu öld. Eftir að menntamenn og efri-millistéttarfólk yfirtók vinstriflokkana urðu þeir að einhverskonar borgaralegum undanrennubræðingi og samhliða því hluti af því kerfi sem Sjálfstæðis- og Framsóknarflokkurinn byggðu upp.

Jóhannes Ragnarsson, 4.4.2010 kl. 16:40

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jóhannes Ragnarsson
Jóhannes Ragnarsson

Höfundur er búsettur í Ólafsvík.

netfang: joiragg@visir.is  Sími:436-1438 og 895-1438

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband