Leita í fréttum mbl.is

Rammi Sódi

kol2Á meðan rokkarar kyrjuðu sinn klakametal vestur á Ísafirði, lenti Kolbeinn okkar Kolbeinsson í einhverjum verstu hremmingum lífs síns fram að þessu í Reykjavík.

Þannig háttaði til, að á föstudaginn langa buðu frú Ingveldur og Kolbeinn tveimur alræmdum frjálshyggjumönnum heim til sín í hádegisverð. Á borðum var nýsoðinn blómur ásamt mörgum tegundum áfengis. Tóku frjálshyggjumennirnir hraustlega til matar síns, einkum eftir að frú Ingveldur lýsti því yfir að blómurinn væri verkaður úr fáeinum kommúnistum sem Kolbeinn bóndi hennar hefði jagað fyrir nokkrum dögum. Gerðu frjálshyggjumennirnir góðan róm að spaugsemi frú Ingveldar og gröðguðu í sig blómurnum og skoluðu niður með koníaki og rommi. Að hádegisverði loknum þökkuðu frjálshyggjumennirnir fyrir sig með því að fletta frú Ingveldi og Kolbein klæðum.

Þegar gestirnir töldu sig hafa leikið gestgjafa sína nægilega grátt, kvöddu þeir með virktum og sögðu Kolbeini Kolbeinssyni að skilnaði, að nú hefði hann loksins komist að því hver Rammi Sódi væri. Því miður varð Kolbeini engin huggun að kveðjuorðum gestanna því hann hefur grátið látlaust síðan, þrátt fyrir að frú Ingveldur hafi lagt kalda bakstra að botninum á honum á teggja tíma fresti.


mbl.is Rokkhátíðin aldrei verið stærri
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jóhannes Ragnarsson
Jóhannes Ragnarsson

Höfundur er búsettur í Ólafsvík.

netfang: joiragg@visir.is  Sími:436-1438 og 895-1438

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband