Leita í fréttum mbl.is

FFF og ormaveika tíkin í Skotakoti

dog2Engan þarf að undra að Flokksráðs- Formanna og Frambjóðendasamkoma (FFF) Sjálfstæðisflokksins skuli lýsa yfir eindregnum stuðningi við formanninn Bjarna Benediktsson. Það hefði heldur ekki komið á óvart þó FFF hefði lýst yfir jafn eindregnum stuðningi við Davíð Oddsson og Gjeir Haaarde. Og hefði verið borin upp stuðningsyfirlýsing á fundinum við Hanez okkar hérna Holmstone og ormaveiku tíkina í Skotakoti, hefði hún einnig verið samþykkt með eindregnu lófaklappi og húrrahrópum.

Í bókinni Atómstöðin, eftir Halldór Laxness, kemur félag eitt við sögu hvers nafn er skammstafað FFF, alveg eins og Flokksráðs- Formanna og Frambjóðendasamkoman, sem haldin var í Reykjanesbæ í morgun. FFF. Reyndar heitir stofnunin ,,FFF" í Atómstöðinni ekki Flokksráðs- Formanna- og Frambjóðendasamkoma, heldur FaktúruFölsunarFélagið, FFF. En á þessum tveimur FFF-fyrirbærum er aðeins örlítill stigsmunur en ekki eðlis.


mbl.is Lýsa yfir stuðningi við Bjarna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hrólfur Þ Hraundal

Þar sem ég geri ráð fyrir að þú styðjir þitt fólk, þá er það nokkuð fyndið að þú skulir amast við því að víð sjálfstæðismenn styðjum okkar fólk. 

Það að þú viljir banna Sjálfstæðisflokkinn lýsir þér betur en ég á orð til.

Hrólfur Þ Hraundal, 17.4.2010 kl. 22:39

2 Smámynd: Hamarinn

Hraunið er farið að renna! En það vill til að það kólnar fljótt.

Hamarinn, 17.4.2010 kl. 22:59

3 Smámynd: Hrólfur Þ Hraundal

Hef sveflað mörgum þínum líkum á steðjanum, annars ert þú líkast til pakkninga hamar.

Hrólfur Þ Hraundal, 17.4.2010 kl. 23:23

4 Smámynd: Hamarinn

Svo er til berghamar.

Hamarinn, 17.4.2010 kl. 23:40

5 Smámynd: Sigurður Haraldsson

Hrólfur ert þú einn af þeim sem ætlar að fórna lýðræðinu fyrir flokksræðinu? Við erum búin að sjá hvernig það endaði en sjálfstæðisflokkurinn og hans formaður ekki.

Sigurður Haraldsson, 18.4.2010 kl. 03:03

6 Smámynd: Jóhannes Ragnarsson

Hvernig væri það, Hrólfur, að þið sjálfstæðismenn færuð að skoða, með opnum huga og fordómalaust, gjörðir ,,ykkar fólks" sem þið hafið valið til trúnaðarstafa.

Jóhannes Ragnarsson, 18.4.2010 kl. 10:59

7 Smámynd: Sigurður Haraldsson

Við erum orðin þreytt á þessu ójafnræði sem í okkar landi ríkir það getur Bjarni B ekki langað vegna þess að hann er ekki í neinum tengslum við okkur!

Sigurður Haraldsson, 18.4.2010 kl. 16:26

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jóhannes Ragnarsson
Jóhannes Ragnarsson

Höfundur er búsettur í Ólafsvík.

netfang: joiragg@visir.is  Sími:436-1438 og 895-1438

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband