Leita í fréttum mbl.is

Einkavinavæðinguna í VG verður líka að rannsaka, eða hvað?

alf2Það er sjálfsagt hið besta mál, að rannsóknarnefnd geri úttekt á stjórnum Kópavogsbæjar síðustu 10-20 árin. Enn fremur er nauðsynlegt, að rannsóknarnefndir skoði framferði hreppsnefndarmanna í sem flestum seitarfélögum landsins. Ekki er að efa, að margt kyndugt og skrautlegt myndi koma uppúr dúrnum í þessháttar rannsóknum og sumt heldur klígjulegt.

En af því að það eru heiðurahjúin Óli góði og Guðný Dóra Svavarssendiherrasystir, sem skipa fyrsta og annað sæti framboðslista VG í bæjarstjórnarkosningunum í Kópavogi í vor, sem ætla slá sér upp í augum kjósenda með því að sjóða upp einhverja rannsóknarnefndarhistoríu sem þau meina ekkert með, er ekki úr vegi að nefna ágætt mál, og stendur þessum hjúm nær, sem þyrfti kortlagningar við.

Það væri sem sé ekki vanþörf á að láta rannsóknarnefnd fara ofaní kjölinn á einkavinavæðingunni sem grasserað hefur innan VG, einkum eftir að flokkurinn var svavarsvæddur. En þar á ég auðvitað við einkavinavæðingu flokkseigendafélgsins í VG. Hve margir tvífætlingar úr gæludýrabúri Svavars, Álfheiðar og Steingríms hafa til dæmis verið á fóðrum flokksins síðastliðin tíu ár og hvað hafa þeir skrapað saman mörgum milljónum, á núvirði, í eigin vasa úr sjóðum flokksins og hvernig þeir gjörningar fóru í smáatriðum fram? Þá væri ekki síður fróðlegt að fá að sjá úttekt á hvernig VG-elítunni hefur gengi að koma gæludýrunum sínum á spena hins opinbera og eftir hverju hefur verið farið í því gríni, eins og til dæmis þegar einn innvígður flokkseigandi var allt í einu dubbaður eins og skrattinn úr sauðarleggnum uppí að verða staðarhaldari á Gljúfrasteini.


mbl.is Rannsóknarnefnd fari yfir stjórnsýslu í Kópavogi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jóhannes Ragnarsson
Jóhannes Ragnarsson

Höfundur er búsettur í Ólafsvík.

netfang: joiragg@visir.is  Sími:436-1438 og 895-1438

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband