Leita í fréttum mbl.is

Lára og leiðinlegasti maður landsins

auðvaldssvín 3Tillaga Láru V. Júlíusdóttur um að hækka laun seðlabankastjóra um 400 þúsund er eitthvað það hlægilegasta sem heyrst hefur á Íslandi síðan frjálshyggjufíflin og blairistarnir skelltu efnahagslífi þjóðarinnar á hvolf. Ekki dregur sú skemmtilega staðreynd úr gríninu og siðblindunni hjá Láru V., að viðkomandi seðlabankastjóri er einhver leiðinlegasti maður landsins; svo leiðinlegur að jaðrar við umhverfisrask eða röskun á alsherjarreglu.

Láru V. Júlíusdóttur er svo sem frjálst að gera sig að fífli á opinberum vettvangi eins og hana lystir, en það kemur ekki til mála að hækka laun Más Guðmundssonar seðlabankastjóra um einn einasta eyri. Ef manngarmurinn getur ekki gert sér að góðu að fá eina milljón og þrjú hundruð þúsund í laun á mánuðu verður hann að leita á önnur mið. Lára V. og flokksbróðir hennar í Samfylkingunni, leiðindagaurinn í seðlabankanum, verða að kyngja því, að þjóðin samþykkir ekki ósvífni og siðblindu að þessu tagi á þessum tímapunkti og vonandi aldrei meir.   


mbl.is Laun seðlabankastjóra hækki um 400 þúsund
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ingibjörg Friðriksdóttir

Láttu ekki svona Jóhannes.  Þetta er spurning um lækkun launa, ekki hækkun.  Hann segir það meira að segja SJÁLFUR!  Hættu svo að vera svona leiðinlegur við hana Láru, hún er svo sæt.

Ingibjörg Friðriksdóttir, 3.5.2010 kl. 19:00

2 Smámynd: Jóhannes Ragnarsson

Jújú, ég varð þeirrar ánægju aðnjótandi að heyra leiðindafuglinn taka sér hvíld frá steikarátinu og rauðvíninu til að segja þjóðinni að hvítt sé svart og öfugt.

Það má vera að einhverjum hafi einhverntímann þótt Lára V. vera sæt. En með seðlabankastjóraútspili sínu súrnaði trýnið á henni að minnsta kosti um 400 þúsund.

Jóhannes Ragnarsson, 3.5.2010 kl. 19:30

3 Smámynd: Ingibjörg Friðriksdóttir

Hvað gengur henni til?  Það hangir eitthvað á spýtunni er ég viss um.  Ég held að þau ættu að láta sig hverfa bæði Lára og Már.  Hvað hefur fólk að gera með meira en þrettánhundruð þúsund á mánuði.  Miðað við hvað allt kostar í dag, ættu lágmarkslaun að vera 250 þús og hæstu laun 750 þús. :Þá værum við kannski farin að nálgast jafnrétti og bræðralag.  ´+

Ég vil setja í lög að allir frambjóðendur til bæði sveita og alþingiskosninga verði að opinbera fjármál sín síðust fimm árin.  Þá höfum við val um hvort við kjósum vafasama einstaklinga til ábyrgðarstarfa.

Eftir miklu virðist vera að sækja, fyrst að fólkið situr svona límt við stólanna, þrátt fyrir að fá mikla hvatningu til að fara.....

Ingibjörg Friðriksdóttir, 3.5.2010 kl. 20:19

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jóhannes Ragnarsson
Jóhannes Ragnarsson

Höfundur er búsettur í Ólafsvík.

netfang: joiragg@visir.is  Sími:436-1438 og 895-1438

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband