Leita í fréttum mbl.is

Heiðarlegur atvinnugrínari og óheiðarlegir pólitískir skrípalingar

Ekki kemur mér á óvart að kjósendum í Reykjavíkurhreppi lítist betur á að kjósa heiðarlegan atvinnugrínara eins og Jón Gnarr í hreppsnefnd en óheiðarlega pólitíska skrípalinga sem flokkseigendur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks, Samfylkingar og VG bjóða uppá sem oddvita.

Raunar er vissulega mikill óhugnaður því samfara, ef 31% kjósenda í Reykjavík eru reiðubúnir að ljá Sjálfstæðisflokknum, sem er brennimerktur efnhagshruni, spillingu og glæpaklíkum í bak og fyrir, atkvæði sitt. Mér er algjörlega fyrirmunað að skilja hverslags hugsanagangur ræður ríkjum í hausnum á þessu þrjátíu og eina prósenti; þar inni virðast allar boðleiðir liggja í vitlausar áttir og tengingar ýmist óvirkar eða gefa öfugan straum. Og satt að segja er ég agndofa yfir að ekki skuli enn vera búið að leggja fram frumvarp til laga á Alþingi um Sjálfstæðisflokkurinn verði bannaður og eigur hans gerðar upptækar og látnar renna til uppbyggingar fangelsismála.   


mbl.is Besti flokkurinn stærstur í Reykjavík
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Eyjólfur Jónsson

Jóhannes! á meðan við borgum áróðursvélina R'UV er ansi erfitt fyrir þessa "föstu" gömlu kjósendur að skilja hvað um er að vera.

Eyjólfur Jónsson, 17.5.2010 kl. 20:46

2 Smámynd: Ingibjörg Friðriksdóttir

Við erum systur og bræður. við erum eitt eða tvö.  Við segjum það bara í öfugri röð eða eitthvað...

Jóhannes!  Ég hefði aldrei trúað því að ég segði Samfylkingunni upp, en það hef ég gert. Fy faen! (í tilefni dagsins)  17. maí skilurðu.

Ég er staðráðin í að kjósa Besta Flokkinn,  Ég er þeirra málpípa, því ég treysti þeim betur en þessu sjálftökuliði sem hefur plantað sér með okkar hjálp við kjötkatlana og sér enga aðra leið út úr kreppunni aðra en að taka af þeim sem minnst hafa.

Ingibjörg Friðriksdóttir, 17.5.2010 kl. 20:50

3 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Vonandi kemur eitthvað gott út úr þessu brölti besta flokksins, ekki var  vanþörf á að gerta eitthvað róttækt.  Það sem mér þykir verst er að hin litlu framboðin, Frjálslyndiflokkurinn, Reykjavíkurlistinn, og Olafur F, komast hreinlega ekki að fjölmiðlum með sína stefnuskrá.  Verst þykir mér með Frjálslyndaflokkin, því þar er mjög gott fólk innanborðs við höfum losað okkur við þau öfl sem vildu eyðileggja flokkinn innanfrá, og voru reyndar bara að hugsa um að fara inn til að breyta flokknum í eitthvað annað.

En svona er lífið.  Við verðum bara að bíða og sjá.  Hanna Birna situr á þeim peningum sem flokkurinn ætlaði að nota í kosningabaráttuna.  Vonandi fær hún á sig dóm, falskerlingin, sem tekur bara þátt í því sem jákvætt er, en sendir aðra til að vinna skítverkin.

En það er rétt hjá þér Jóhannes, hvað er í hausnum á þessum 31%? Ekki bara vitlausar tengingar, eða er komin leið til að svindla í skoðanakönnunum.  Ég veit að stundum eru þessar skoðanakannanir snakkið eitt.  Þeir til dæmis haf "gleymt" Frjálslynda flokknum, stundum og svo er alltaf síðasta spurningin, ef þú ert ekki ákveðin myndirðu þá kjósa Sjálfstæðisflokkinn?

Þetta er eins og í Rússlandi, Afganistan og fleiri einræðisríkjum, atkvæði hverfa og ef til vill önnur bætast við.  Ég held að fólkið sé ekki svona vitlaust.  Heldurer einhversstaðar vitlaust gefið.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 18.5.2010 kl. 15:42

4 Smámynd: Eyjólfur Jónsson

Ásthildur, er komin leið til að svindla? þú veist að RUV er með undanþágu fyrir skoðanamaskinu sem annars er ólögleg. Mest allt sem viðkemur klíkunni er ólöglegt eins og allir vita og þetta heldur áfram á meðan fólk eins og þú eru að brölta með flokkatilbúning til hægri og vinstri til einskis annars en að vera upptekin af því í staðin fyrir að nota sömu "aðferðir" og klíkan!!

Eyjólfur Jónsson, 18.5.2010 kl. 19:32

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jóhannes Ragnarsson
Jóhannes Ragnarsson

Höfundur er búsettur í Ólafsvík.

netfang: joiragg@visir.is  Sími:436-1438 og 895-1438

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband