Leita í fréttum mbl.is

Griðkona Gnarr og fundarstjóri

Það átti þá fyrir skörungnum Hönnu Birnu að liggja að gerast griðkona Jóns Gnarr og fundarstjóri hans. Það er ekki á hverjum degi sem hinn illræmdi Sjálfstæðisflokkur er niðurlægður á jafn afgerandi, hastarlegan hátt. Og ekki minnkar skemmtanagildi þessarar niðurstöðu, að undanfarnar vikur hafa ýmsir sjálfstæðismenn haft hátt um að Hanna Birna, nú fundarstjóri hjá Jóni Gnarr, ætti að gerast formaður Sjálfstæðisflokksins á næsta landsfundi og ef ekki formaður, þá varaformaður. En skjótt skipast veður í lofti og enginn veit sína ævina fyrr en öll er og allt í einu er frami Hönnu Birnu orðinn að þjónustuhlutverki við Jón Gnarr og Samfylkinguna.

Þó má vera að það sé huggun harmi gegn fyrir Hönnu Birnu og sjálfstæðismennina, að hún fær sér til liðveislu við fundarstjórna þann margrómaða kosningasigurvegara, frú Sóleyju Tomm, höfuðdjásn hins kvensama flokkseigendafélags VG.

En að öllu samanlögðu, þá er ekki annað hægt en fyllast heilbrigðri þórðargleði við að horfa uppá hrikalega brotlendingu Hönnu Birnu og Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík. Fyrr má nú vera meira helvítis gnarrið, sem þetta pena fólk hefur álpast útí eins og blindar mýs í búrskáp.


mbl.is Hanna Birna kjörin forseti
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þór Sigurðsson

Það held ég að sé Hönnu Birnu engin skömm að sitja Gnarrinum til hægri handar.

Hitt skal svo rétt reynast að það verði banabiti Sjálfstæðisflokks ef Bjarni Ben dregur sig ekki í hlé hið fyrsta, og tekur gammosíunasistana sína með sér.

Þór Sigurðsson, 15.6.2010 kl. 16:01

2 Smámynd: Kolbrún Stefánsdóttir

Ekki er ég nú sammála þessari túlkun þinni Jóhannes. Mér finnst þetta frekar merki um að Hanna Birna tekur ábyrga afstöðu. Hanna Birna hefur talað um að allir eigi að vinna saman. Hér sýnir hún það í verki og er ekki að heimta eitt né neitt en vill leggja sig fram um að þjóna borgarbúum. Auðvitað vildi hún halda um stjórnartauma enda hefði það nú verið farsælla fyrir alla trúi ég. Þessi borgarfarsi slær hina fyrri alla út og ég sé Spaugstofuna taka Jón Gunnar með stæl. :) Kveðja Kolla. 

Kolbrún Stefánsdóttir, 15.6.2010 kl. 20:56

3 Smámynd: Ólafur Ingi Hrólfsson

Hanna Birna er að bjarga því sem bjargað verður -

Gnarr lofaði allskonar fyrir aumingjana og 35% borgarbúa rauk til og hrópaði - það er ég - það er ég.

Yfirlýsing Þórs um Bjarna og Sjálfstæðisflokksins er jafn merkileg og Þór sjálfur.

Ólafur Ingi Hrólfsson, 16.6.2010 kl. 00:14

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jóhannes Ragnarsson
Jóhannes Ragnarsson

Höfundur er búsettur í Ólafsvík.

netfang: joiragg@visir.is  Sími:436-1438 og 895-1438

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband