Leita í fréttum mbl.is

Krypplingstein byskub og örlög hans

ös1Hér á árum áður var á meðal okkar ágætur náungi, sem ævinlega var kallaður Krypplingstein byskup af þeim sem þekktu til hans. Það sem aðgreindi Krypplingstein byskub frá öðrum mönnum, fyrir utan nafnið, var sú einalda staðreynd að hann var ekki eins og fólk er flest. Eitt helsta áhugamála Krypplingsteins var að predika nauðsyn þess að selja Ísland, með manni og mús, einhverju góðu og ríku landi, ,,svo við færum að hafa það gott" eins og hann orðaði það.

Krypplingstein byskubi hést uppi að messa þetta geðuga áhugamál sitt í tvö eða þrjú ár á götunum í þorpinu sínu áður en hann var tekin úr umferð og komið fyrir á vitfirringahæli.

Það vekur okkur, sem þekktum til títtnefnds Krypplingsteins byskubs og örlaga hans, að frétta misseri eftir misseri, æ ofaní æ, af Össuri Skarphéðinssyni flakkandi um, land úr landi, predikandi sama boðskap og Krypplingstein byskub var úrskurðaður geggjaður fyrir, af ábyrgum, hámenntuðum geðlæknum. 

Hvenær ætli þessum ósköpum linni?


mbl.is Aukinn stuðningur við aðild
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jóhannes Ragnarsson
Jóhannes Ragnarsson

Höfundur er búsettur í Ólafsvík.

netfang: joiragg@visir.is  Sími:436-1438 og 895-1438

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband