Leita í fréttum mbl.is

Þegar við fórum á ungmennalandsmót

perrEinhverntímann, sennilega fyrir daga mannkynssögunnar liggur mér við að segja svo langt er síðan, var ég sendur ásamt nokkrum ungmennum af sama sauðahúsi og ég á svona unglingalandsmót. Við mættum á tilsettum tíma á mótsstað með níðþungar íþróttatöskur fullar með brennivíni og tókum þegar til við að vinna að afreksverkum í anda drengilegrar keppni og heimsmeta. Fljótlega snérist metnaður okkar allra einungis að tveimur íþróttagreinum: áfengisneyslu og kvennafari. Má segja að við höfum henst aftur á bak og áfram um mótssvæðið í einu sætkenndu stangarstökki með buxurnar á hælunum þá þrjá daga sem íþróttakeppnin stóð.

Ekki er að orðlengja að varla rann af okkur félögunum næstu árin á eftir, því svo áhugasamir urðum við í að iðka fyrrnefndar tvær íþróttagreinar. Og það get ég sagt ykkur fyrir satt, piltar mínir, að í þessum tveimur ágætu íþróttagreinum sannreyndum við félagarnir, að æfingin skapar meistarann.  


mbl.is Mikið fjölmenni í Borgarnesi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jóhannes Ragnarsson
Jóhannes Ragnarsson

Höfundur er búsettur í Ólafsvík.

netfang: joiragg@visir.is  Sími:436-1438 og 895-1438

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband