Leita í fréttum mbl.is

Ofsinn, kjafturinn og dómgreindarleysið

Einkathotur-rikisstj-geir_1152654354Þetta fólk, Gjeir Haaarde, Ingibjörg Sólrún og fleiri þeim lík, lætur eins og ekkert hafi gerst á Íslandi síðustu 1000 árin. Miðað við ofsann og kjaftinn á þeim í fjölmiðlum í gær og dag er engu líkara en þriðja stærsta gjaldþrot í heiminum, sem var fullkomnað einmitt í ríkisstjórnartíð þessa stórsaklausa heiðursfólks, hafi gjörsamlega farið fram hjá þeim, þau hafi siglt í gegnum það eins í einu alsherjar blakkáti. Að ráðherrum í ríkisstjórn Gjeirs Haaarde þyki glæpsamlegt að einhverjir séu dregir til ábyrgðar á þessu þriðja stærsta gjaldþroti sögunnar, og þvaðri um pólitískar ofsóknir og hefndir, sýnir betur en flest annað á hve háu stigi dómgreind þessa fólks er. Og það skulu hin hrokafullu og auðmýktarlausu yfirstéttar- og hrunráðherrar vita að það eru alltaðrir hlutir sem hafa eitrað stjórnmálalífið í landinu en viðleitni Alþingis að láta nokkra af höfuðpaurum ríkisstjórnar Gjeirs Haaarde (2007-2009) standa fyrir máli sínu frammi fyrir Landsdómi.

Og svo skulum við ekki gleyma að dáindispersónan Gjeir Haaarde og Árni Mathiesen voru sem þingmenn og ráðherrar í fararbroddi frjálshyggjuárásarinnar sem stóð linnulaust frá 1991 fram á haust 2008 og var höfuðorsök hrunsins. Svo heldur Gjeir því fram að hann sé alsaklaus!!!

Ojbara.


mbl.is Mun eitra stjórnmálalífið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hamarinn

Ég bara spyr.

Efast þú um sakleysi Gjeirs hins harða?

Hann hefur jú sagt að hann gerði ekkert. Er það ekki satt?

Hamarinn, 29.9.2010 kl. 22:25

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jóhannes Ragnarsson
Jóhannes Ragnarsson

Höfundur er búsettur í Ólafsvík.

netfang: joiragg@visir.is  Sími:436-1438 og 895-1438

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband