Leita í fréttum mbl.is

Óráða- og óráðsíumenn í fótspor Don Kíkóta

Don-ki-koti_151674307Ekki skil ég neitt  íþessum óráðamönnum Sjálfstæðisflokksins og óráðsíu að drífa ekki í að reisa fáeinar vindmillur við Útskálakirkju og berjast síðan við þær með sverðum og spjótum eins og Don Kíkóti gerði. Þessháttar útvegur myndi skapa jafn mörg, ef ekki fleiri, störf en orkulaus álfabrikka.

Þeir tækju sig firnavel út, bæjarstjórarnir Ásmundur og Árni, að skylmast við milluspaðana í útsynningsroki undir álbuslubænum pokaklerksins að Útskálum. Enn betur færi umræddum heiðursmönnum samt að vinna almenna verkamannavinnu í kerskála álvers og finna á eigin skinni alla þá dýrð og ánægju sem fylgir slíku hymmnaríki. 


mbl.is Aukin bjartsýni vegna álvers
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hamarinn

Þarna ert þú kominn með lausn á orkuvanda álversins, endilega láttu Árna Sigfússon vita.

Hamarinn, 14.10.2010 kl. 16:37

2 Smámynd: Jóhannes Ragnarsson

Ég held að það sé engin hætta á að Árni Fúsa sé ekki búin að lesa bloggið mitt. Hitt er aftur vafamál hvort einhver ljóstýra hefur kviknað í höfðinu á honum við lesturinn.

Jóhannes Ragnarsson, 14.10.2010 kl. 16:52

3 Smámynd: Hamarinn

Það þykir mér nú harla ólíklegt, enda er þetta sjálfstæðismaður.

Hamarinn, 14.10.2010 kl. 17:24

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jóhannes Ragnarsson
Jóhannes Ragnarsson

Höfundur er búsettur í Ólafsvík.

netfang: joiragg@visir.is  Sími:436-1438 og 895-1438

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband