Leita í fréttum mbl.is

Steingrímur er mikill hugsjónamaður og hans hugsjón er einföld.

Það er beinlínis ákaflega hlægilegt að eftir allt glamrið í Steingrími skuli hann hafa endað sem handlangari AGS, LÍÚ og annarra kapítalista. Og það yrði löng bók og ljót ef einhver tæki sig til og safnaði á einn stað yfirlýsingum og innantómum meiningum formanns VG áður en hann gerðist fjármálaráðherra og bæri það góss saman við athafnir hans og orðbragð eftir að hann varð fjármálaráðherra.

En Steingrímur J. Sigfússon er ekki alvondur og ekki alls varnað. Hann er hugsjónamaður, mikill hugsjónamaður. En hann á aðeins eina hugsjón, að vísu göfuga, að ég ekki segi guðlega. Þessi eina hugsjón Steingríms er einföld: að vera ráðherra í ríkisstjórn. Skítt veri með flokksmenn og kjósendur VG.


mbl.is Lilja rifjar upp orð Steingríms um AGS
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurjón

Sæll Jóhannes.  Ég tek undir hvert orð hjá þér.

Kv. Sigurjón

Sigurjón, 29.12.2010 kl. 12:50

2 Smámynd: Ólafur Ingi Hrólfsson

Amen

Ólafur Ingi Hrólfsson, 29.12.2010 kl. 14:00

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jóhannes Ragnarsson
Jóhannes Ragnarsson

Höfundur er búsettur í Ólafsvík.

netfang: joiragg@visir.is  Sími:436-1438 og 895-1438

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband