Leita í fréttum mbl.is

Stjórnmálaskörungurinn úr Bolungarvík veður froðuna sína.

kol_1056183.jpgÁfram heldur stjórnmálaskörungurinn, Einar Kr. Guðfinnsson, að vaða froðuna uppað höku og munar ekki um. Nú heldur hann þvi fram að úrskurður Hæstaréttar Sjálfstæðismanna sé ,,ekkert minna en meiriháttaráfall fyrir lýðræðisríkið Ísland." Þetta segir maðurinn sem sat í og studdi hrunstjórnir liðinna ára af alefli og allan ófögnuðinn sem þeim fylgdi.

Og Einari Kr. munar heldur ekki um að staðhæfa að stjórnlagaþingskosningarnar hafi ekki verið leynilegar. Ekki veit ég hvort maðurinn, sem lét Vestfirðinga kjósa sig hvað eftir annað útá margsvikin loforð um uppstokkun kvótakerfisins eða jafnvel afnám þess, fór á kjörstað í umræddum kosningum, en hitt veit ég, að kosningin var leynileg í þeirri kjördeild þar sem ég greiddi mitt atkvæði.

Ekki hefi ég hugmynd um hversvegna þingmaðurinn Einar Kr. Guðfinnsson opnar nær aldrei svo á sér þverrifuna en að frá honum streymi fleipur og froðusnakk. Annaðhvort er þessi kvilli þingmannsins áunninn eða eðlislægur, en hvort heldur sem er, þá er svona háttarlag næsta hvimleitt og ekki til framdráttar alþingismanni, sem vill láta taka sig alvarlega.

En ef til vill hefur stjórnmálaskörungurinn úr Bolungarvík ekki áhuga á að vera tekin alvarlega. Það hlýtur eiginlega bara að vera. 


mbl.is Meiriháttar áfall fyrir Ísland
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðjón Sigþór Jensson

Oft er bylur í tómri tunnu. Einar er dæmigerður fulltrúi hagsmunagæsluaðila sem eins og Björn í Mörk reyn ir að koma á höggi þegar hann telur vera lag.

Enginn varð fyrir tjóni vegna þessara kosninga og þó svo þær væru e-ð öðruvísi en aðrar kosningar þá var verið að reyna í fyrsta skipti að beita sérstökum skönnum við að lesa kjörseðlana.

Hvernig á að kjósa milli yfir 500 frambjóðenda? Hefir Hæstiréttur skoðun á því? En Einar Bolvíkingur? Eða Sjálfstæðisflokkurinn?

Ef Sjálfstæðisflokkurinn hefði ráðið um kosninguna er ekki eins líklegt að við hefðum aðeins fengið að velja milli nokkurra sérvaldra fulltrúa frambjóðenda á vegum Flokksins?

Mosi

Guðjón Sigþór Jensson, 25.1.2011 kl. 23:31

2 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Einar er trumba og málslepja LÍÚ og verður aldrei annað.

Stjórnlagaþingskosningarnar voru ekkert minna leynilegar en aðrar kosningar. Ég valdi mér bás þar sem autt var til beggja handa, en meðan ég var að færa kjörtölurnar inn á kjörseðilinn settist maður í básinn við hliðina. Ég varð þess ekki var að nærvera hans truflaði á nokkurn hátt lýðræðið og leyndina hjá hvorugum okkar. Til að sjá á seðilinn hans hefði ég þurf að standa umm og bygja mig yfir skilrúmið, sem var gersamlega ógegnsætt, þrátt fyrir að vera "bara" úr pappa.

Það að ekki mátti brjóta saman kjörseðilinn, vegna talningavélanna, kom ekki að sök, ég hélt seðlinum að mér meðan ég gekk að kjörkassanum og renndi honum niður í kassann með letrið niður. Ekkert vandamál.

Ætli þeir Hæstaréttardómarar sem kváðu upp þennan úrskurð, hafi yfir höfuð kosið sjálfir og reynt þannig á eigin skinni það lýðræðisbrot sem þeir telja að hafi verið framið á á kjósendum?

Axel Jóhann Hallgrímsson, 25.1.2011 kl. 23:46

3 Smámynd: Guðmundur Pétursson

Sjálftökuflokkurinn skipaði dómarana á sínum tíma og getur pantað þá úrskurði sem þeim þóknast hverju sinni.  Spillingin í bananalýðveldinu Íslandi á sér enginn takmörk fyrir tilstillan Sjálftökuflokksins.

Guðmundur Pétursson, 25.1.2011 kl. 23:48

4 Smámynd: Níels A. Ársælsson.

Það er auðséð á öllu að flugumenn LÍÚ hafa komið fyrir mannskap í undirbúning við framkvæmd kosninganna.

Varla hefði þetta klúður að öðrum kosti átt sér stað ?

Nú þarf að ransaka þá sem stóðu að málum og skipulögðu framkvæmdina.

Níels A. Ársælsson., 26.1.2011 kl. 08:30

5 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Sammála ykkur öllum hér, og það er reyndar alveg satt, Einar Kristinn laug opinberlega að ísfirðingum að hann ætlaði að sjá til þess að smábátarnir yrðu ekki settir í kvóta. Um það leyti varð hann formaður sjávarútvegsnefndar og nýtti sér þá aðstöðu til að svíkja kosningaloforðið sem sett var fram í fulli nýja íþróttahúsinu á Ísafirði.   Enda er það lenska sjálfstæðisflokksins að ljúga sig inn á fólk tilgengurinn helgar meðalið.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 26.1.2011 kl. 13:10

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jóhannes Ragnarsson
Jóhannes Ragnarsson

Höfundur er búsettur í Ólafsvík.

netfang: joiragg@visir.is  Sími:436-1438 og 895-1438

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband