Leita í fréttum mbl.is

Í dag mun félagi Ólafur Ragnar undirrita örlög sín.

skrattaskrifNú verður félagi Ólafur Ragnar að sýna í verki að hann sé verðugur þess að vera kallaður félagi Ólafur Ragnar. Ef hann skrifar undir Icesave-glæpinn til að þóknast santryggingarkerfi heimskapítalismans mun ég tafarlaust svipta hann heiðurstitlinum ,,félagi" og skipa honum jafnframt í flokk með Halldóri Ásgrímssyni, Finni Ingólfssyni og öðrum ódámum, hverra nöfn er ekki hægt að nefna á prenti venga þess að þau eru ekki prenthæf.

En ef forsetinn sýnir þá sjálfsögðu dáð að fleygja Icesavelögunum óundirrituðum í smettin á Jóhönnu, Steingrími og Bjarna Ben, svo samtryggingar- og hrossakaupsglottið máist af þeim á einu andartaki, mun Ólafur Ragnar sjálfkrafa öðlast nafbótina ,,heiðursfélagi" og nafn hans, ásamt nafnbótinn, mun verða á vörum þjóðarinnar svo lengi sem byggð stendur á Íslandi.

 


mbl.is Forsetinn kominn að niðurstöðu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður Helgi Ármannsson

eg er inilega sammala ter

Sigurður Helgi Ármannsson, 20.2.2011 kl. 10:38

2 Smámynd: Níels A. Ársælsson.

Gleymdiru nokkuð að nefna Kristján Ragnarsson, Þorstein Pálsson, Árna Matthíssen og Einar K. Guðfinnsson ?

Níels A. Ársælsson., 20.2.2011 kl. 10:54

3 Smámynd: Jóhannes Ragnarsson

Eðli málsins samkvæmt og í samræmi við almenn siðferðisviðhorf þjóðarinnar eru nöfn áminnstra þokkapilta ekki prenthæf.

Jóhannes Ragnarsson, 20.2.2011 kl. 11:01

4 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Hafa verður í huga að Alþingi samþykkti þennan samning með miklum meirihluta. Ég held að hann skrifi undir lögin.

En það er alveg klárt að þjóðin hafnar samningnum, ef hún fær að ráða.

Gunnar Th. Gunnarsson, 20.2.2011 kl. 11:03

5 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Ef Ólafur skrifar undir mun hann verða hataður af þeim sem elska hann núna en hötuðu hann áður og elskaður af þeim sem hata hann núna en elskuðu áður.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 20.2.2011 kl. 11:49

6 Smámynd: Magnús Sigurðsson

Ef Ólafur skrifar undir er hann búin að vera, sá minnihluti sem hann gekk gegn síðast mun ekki treysta honum eftir sem áður og hafni hann  þessu núna mun engin gera það. 

Magnús Sigurðsson, 20.2.2011 kl. 12:27

7 Smámynd: corvus corax

Þótt alþingi hafi samþykkt samninginn með miklum meirihluta, (meðtalin eru keypt atkvæði Bjarna Ben & Co.) greiddu 30 þingmenn atkvæði í tvígang um að setja samninginn í þjóðaratkvæðagreiðslu!

corvus corax, 20.2.2011 kl. 13:23

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jóhannes Ragnarsson
Jóhannes Ragnarsson

Höfundur er búsettur í Ólafsvík.

netfang: joiragg@visir.is  Sími:436-1438 og 895-1438

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband