Leita í fréttum mbl.is

Þetta er nú ekkrt miðað við það sem Ólafur trésmiður lenti í

naut1.jpgÞað getur varla talist til tíðinda þó ein leikkonugála sitji fyrir berrössuð með ljóni sem búið er að stútfylla af díazepami.

Þá var meira bragð af þegar Ólafur trésmiður lét binda sig alsnakin fastan við staur á vatnsbakka þar sem mývargurinn réði ríkjum. Ólafur ætlaði nefnilega að sanna fyrir lærlingum sínum að vel væri hægt að vinna við trésmíðar þrátt fyrir að krökkt væri af mýflugum á svæðinu. Þegar búið var að binda Ólafs fóru lærlingarnir inní vinnuskúrinn til að éta hádegismatinn sinn.

Um það bil tuttugu mínútum eftir að lærlingarnir voru sestir að mat sínum barst þeim til eyrna hræðileg og gegnumnístandi sársaukahrygla sem greinilega var ættuð úr barka hins hugdjarfa húsbónda þeirra. Piltarnir stukku upp felmtraðir og ruku til dyra. Og sjá, þar blasti við augum þeirra Ólafur trésmiður, meistari þeirra, alsnakin sem fyrr, bundin við staur og með hroðalega grettu á andlitinu og augun við að springa útúr tóftunum, en á sjálfu karlmennskustolti hans hékk rauður bolakálfur og tottaði ákaft eins og hann væri hreinlega að drepast úr þorsta, enda var heitt í veðri og sólim skein í hádegisstað.

Eftir þessa óvæntu lífsreynslu hefur Ólafur trésmiður hatað gjörvallt kúakynið og bregst ætíð reiður við sé honum boðin nautasteik. Hann er og grunaður um að hafa skotið nautgripi af færi til bana með öflugum riffli, en það hefur auðvitað aldrei tekist að sanna þa á hann.


mbl.is Dunst nakin með ljóni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jóhannes Ragnarsson
Jóhannes Ragnarsson

Höfundur er búsettur í Ólafsvík.

netfang: joiragg@visir.is  Sími:436-1438 og 895-1438

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband