Leita í fréttum mbl.is

Nýtt afl raunverulegra vinstrisinna í sjónmáli

Það er gott til þess að vita að raunverulegir vinstrimenn, sósíalistar, séu aftur að eignast þingflokk á Alþingi. Í framhaldi af því geri ég ráð fyrir að stofnaður verði róttækur stjórnmálaflokkur á rústum VG, án Steingríms J., Álfheiðar, Svarsfjölskyldunnar og búrtíka- og dekurdýrahjarðar þeirra. Sá flokkur mun, ef að líkum lætur, strax ná góðri fótfestu og halda merki alþýðu manna hátt á lofti.

Þá geri ég ráð fyrir að Guðfríður Lilja, Ögmundu og Jón Bjarnason muni öll ganga í hinn nýja flokk í fyllingu tímans.

Stjórnmálaflokkar eru einungis tæki til að koma hugsjónum og knýjandi verkefnum á framfæri og í framkvæmd. Þegar ljóst er að stjórnmálaflokkur gengur á skjön, eða jafnvel þvert á það sem hann var stofnaður til, er hann sjálfsögðu gagnslaus, ónýtur, nema e.t.v. að hugsjónirnar sem flokkurinn var smíðaður um hafi liðið undir lok.

Og þar sem VG hefur gengið kapítalismanum á hönd með öllum þeim svikum sem í því felast undir styrkri handleiðslu formanns flokksins og engrar breytingar að vænta þar á um ókomna framtíð, er ekki nema um tvennt að ræða í stöðunni: Að Steingrímur, ásamt sínu gaddavírsgengi, yfirgefi VG ekki síðar en á morgun og raunverulegir vinstrisinnar taki við flokknum, eða að raunverulegu vinstrisinnarnir stofni nýjan stjórnmálaflokk. Að mínu mati er síðari kosturinn mun betri, heiðarlegri og raunsærri.

Það er því mikið fagnaðarefni ef Lilja, Atli og Ásmundur bera gæfu til að mynda þingflokk og losa þar með um þá stíflu sem formanni VG hefur tekist að skapa í vinstri helmingi þjóðarlíkamans þar sem hjartað slær.

   


mbl.is Stofna væntanlega þingflokk
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jóhannes Ragnarsson
Jóhannes Ragnarsson

Höfundur er búsettur í Ólafsvík.

netfang: joiragg@visir.is  Sími:436-1438 og 895-1438

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband