Leita í fréttum mbl.is

Frumstæð embættisafglöp í ljótari kantinum

Auðvitað er bæði sjálfsagt og eðlilegt af Þráni Bertelssyni að biðja hinn íslenska kúastofn afsökunar á að nota nafnorðið belja, sem oft er notað um kýr, um vissar stjórnmálakonur sem ekki hafa sýnt iðrun. Þráinn veit nefnilega sem er, að kýr stunda ekki fasisma né aðrar auðvaldsstefnur sem til skaðræðis hafa verið.

Og þar sem Þráinn hefur beðið kýrnar afsökunar á umræddum ummælum verður hann að sennilega að koma sér upp nafni einhverrar annarraar dýrategundar til að tengja við íhalds- og fasistanafbótina sem hann krýndi hinar reiðu kvenpersónur í Þingvallanefn með. Mér detta svo sem ýmis kvikindi í hug í þessu sambandi, en kæri mig ekki um að nefna þær að sinni.

Nú, Þráinn sagði á RÚV í morgun, að kerlingar þær sem hann á í höggi við, vilji að Þingvallanefnd starfi einungis sem sumarbústaðaleiga fyrir háborgaraslekti. Ef það er rétt, verður vart undan því komst að víkja þessum konum úr nefndinni, því slík afstaða er ekkert minna en frumstæð embættisafglöp í ljótari kantinum.  


mbl.is Bað kýrnar afsökunar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jóhannes Ragnarsson
Jóhannes Ragnarsson

Höfundur er búsettur í Ólafsvík.

netfang: joiragg@visir.is  Sími:436-1438 og 895-1438

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband