Leita í fréttum mbl.is

Barátta síra Baldvins

Það fer hver að verða síðastur að láta krýna sig til víxlubyskubs í Skálholti því svo er fjarað undan trúarstofnunum landsins að þær mun hlunkast um koll á næstunni, hver á fætur annarrai, alveg eins og borðin og bekkirnir hjá kapítalistunum í musterinu þegar Frelsarinn heimsótti þá. Það er nefnilega svo komið, að því hærra sem klerkmenntaðir ná að olnboga sig upp metorðastigann í kirkjunni því tortryggilegri verða þeir í augum múgsins á götunni.

Um langa hríð hefur síra Baldvin þjónað Hvalvíkurprestakalli ásamt að vera prófastur Giljárþinga. Aldrei í hans tíð hefur komið upp hneykslismál þar í prófastsdæminu og aldrei hefur nokkru sóknarbarni þar um slóðir dottið í hug að hegða sér óskikkanlega, enda eru hórdómur og drykkjskapur þar ókunn fyrirbrigði. 

Nú er það svo, að síra Baldvin hefur lengi barist gegn öðrum kennimönnum kristninnar, þvaðri þeirra og fáfræði. En umfram allt hefur hann háð hverja orrustuna annarri skæðari fyrir því að gera presta náttúrulausa með góðu eða illu og banna kvenpresta með öllu því slík uppáfyndning sé óhæfa og vélabrögð andskotans. - Því hverjum dettur í hug, hefur hann oftsinnis mælt í stólræðum, - að Lausnari vór hafi verið og sé einhver ólukkans meykjérlíng. Og nú er komið í ljós að síra Baldvin hefur haft lög að mæla, hans kenning hefur verið kórrétt og hans kristindómur virkað í Giljárprófastsdæmi.


mbl.is Fjórir vilja í Skálholt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Níels A. Ársælsson.

Giljárprófastsdæmi, ha, ha, ha, ha, góður ....

Níels A. Ársælsson., 29.6.2011 kl. 22:48

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jóhannes Ragnarsson
Jóhannes Ragnarsson

Höfundur er búsettur í Ólafsvík.

netfang: joiragg@visir.is  Sími:436-1438 og 895-1438

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband