Leita í fréttum mbl.is

Skelfileg þróun

megrunEftir að hafa grandskoðað ,,fyrir og eftir" myndirnar af henni Ágústu Ósk, aumingjanum svorna, hefi ég komist að þeirri niðurstöðu, að með áframhaldandi þróun í þá átt, sem hún hefur stefnt undanfarnar vikur, sé helst til góðum bita í hundskjaft kastað.

Miðað við ,,fyrir" myndirnar af henni, er ekki annað að sjá en hún hafi verið á góðri leið með að komast í það ástand sem vel hæfir þriflegri prestmaddömu eða myndarlegri banka- eða leikskólastýru.

En því miður hefur Ágústu Ósk þrotið örendið í þeirri viðleitni sinni að verða að holdarfari boðleg prestsfrú eða bankastýra og tekið þess í stað stefnuna á líkjast fremur fullstaðinni skreið hvað útlit og áferð varðar. Þetta er að sönnu skelfileg þróun og alls ekki til nokkurrar eftirbreytni fyrir kynsystur hennar á öllum aldri.

Þess ber þó að geta í þessu sambandi, að viðleitni karlmanna og kvenmanna í þá átt að fara í hundana er býsna fjölbreytileg og að sama skapi öfugsnúin: Á meðan sumum þykir hag sínum best borgið með því að innbyrða sem mest af alkóhóli og öðrum efnum í þeim dúr, taka aðrir þann pól í hæðina stunda vofeiflegan meinlætalifnað, byggðan á sulti og fjörefnaskoti, til að verða það sem nútíminn kallar ,,fit" og er að sögn afar eftirsóknarvert ástand, þrátt fyrir því ástandi fylgi oftar en ekki útlit sem minnir á vindþurkaðan þorsk eða trénaðan njóla í nóvembermánuði.    

 


mbl.is Fyrir og eftir myndir af Ágústu Ósk
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ágústa Ósk Óskarsdóttir

hahahaha.... þú ert fyndinn :)

Ágústa Ósk Óskarsdóttir, 27.7.2011 kl. 18:38

2 Smámynd: Jóhannes Ragnarsson

Þakka þér fyrir, Ágústa Ósk, enda vakti fyrst og fremst fyrir mér að skemmta sjálfum mér og vonandi fáeinum til viðbótar með pistlinum atarna.

Jóhannes Ragnarsson, 27.7.2011 kl. 18:42

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jóhannes Ragnarsson
Jóhannes Ragnarsson

Höfundur er búsettur í Ólafsvík.

netfang: joiragg@visir.is  Sími:436-1438 og 895-1438

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband