Leita í fréttum mbl.is

Helmingurinn lygi, hitt allt eintóm svik

kvoti_1128424.jpgÞað er greinilega ekki mikill vilji hjá ríkisstjórninni til að breyta fiskveiðistjórnunarkerfinu svo einhverju nemi, fyrst að erkikvótasinnarnir Kristján Möller og Björn Valur eru kallaðir til af kvótakarlinum Guðbjarti Hannessyni og kvótakerlingunni Katrínu Jakobsdóttur. Þetta kallar maður nú að gefa kjósendum fokkmerki á tyknesku.

Það væri lang heiðarlegast af ríkisstjórnarflokkunum að hætta þessum leikaraskap og lýsa því yfir að engu verði breytt varðandi stjórnun fiskveiða, enda hefur ekkert slíkt staðið til af hálfu stjórnarinnar frá upphafi. Allt tal um breytingar af hálfu þessa fólks, hvað þá gjörbreytingu, á kvótakefinu, var einugnis ómerkilegt loforðasnakk sem aldrei átti að standa við; helmingurinn af fiskveiðiloforðum Samfylkingarinnar og VG voru semsé nefnilega skotheld lygi en hinn helmingurinn eintóm svik.

Varðandi fiskveiðistjórnunarmál er Fjórflokkurinn samstiga frá upphafi til enda. Í þeim efnum eru Steingrímur J., Bjarni Ben, Sigmundur Davíð, Jóhanna Sig, Þorsteinn Már, Friðrik Jón, Vilhjálmur Egilsson og Gylfi Arnbjörnsson samherjar.

Það er í senn bæði sorglegt og hlálegt, að núverandi ríkisstjórnarflokkar voru kosnir af fólkinu til að skapa nýtt Ísland, en í stað þess endurreisti ríkisstjórnin Gamla Ísland!

 


mbl.is Unnið að forsendum fyrir nýju frumvarpi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jóhannes Ragnarsson
Jóhannes Ragnarsson

Höfundur er búsettur í Ólafsvík.

netfang: joiragg@visir.is  Sími:436-1438 og 895-1438

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband