Leita í fréttum mbl.is

Rottugengið setur fókusinn á Ögmund. Mörgum búrtíkum sigað samtímis á eina vinstrimanninn í ríkisstjórninni

flokkseigendur_786424.jpgÞað gefur hressilega á bátinn hjá Ögmundi Jónassyni þessa dagana og hann á ekki sjö dagana sæla fyrir að reyna að standa í lappirnar gagnvart allslags mórum og óþjóðalýð. Verk Ögmunar eru svo sem ekki öll óskeikum, fremur en annarra manna, en þegar alls er gætt hefur hann ef til vill oftar á réttu að standa en annað samstarfsfólk hans á Alþingi. 

Það er eftirtektarvert, að eftir að flokkseigendafélögum og náhirðum Samfylkingar og VG tóks að velta Jóni Bjarnasyni úr embætti eftir harða og massíva ófrægingarherferð og einelti á hendur honum, hefur þetta fólk sett fókusinn á Ögmund. Nú skal hann rægður sem aldrei fyrr, ráðist á hann leynt og ljóst að undirlagi forystusveita ríkisstjórnarflokkana og engu í engu skeytt um um heiðarleik, sannleik eða almenna mannasiði. Nú skal Ögmundur svældur út og flæmdur burt. 

En hversvegna ganga Steingrímur, Álfeiður og Svavarsfjölskyldan, ásamt Samfylkingunni sem virðist ráða heilmiklu orðið í VG, ekki hreint til verks og reka Ögmund, Jón Bjarna og Guðfríði Lilju ekki úr VG? Svarið við þeirri spurningu er einfalt: Umrætt rottugengi á ekki í fórum sínum neinn þann heiðarleik, sem útheimtir að ganga hreint til nokkurra verka.

Hinsvegar eiga Ögmundur, Jón og Lilja að segja skilið við VG og ríkisstjórnina, þau eiga litla sem enga samleið með pólitískum loddurum og óþokkum.

Í gær, laugardaginn 4. febrúar 2012, voru haldnir tveir fundir á vegum VG í Kragakaffi í Kópavogi. Fyrri fundurinn, sem hófst klukkan ellefu, fyrir hádegi, var lokaður öðrum en flokksbundnum einstaklingu, sá síðari var opinn almenningi og hófst klukkan eitt. Á lokaða fundinum átti gera skipulagða aðför að Ögmundi með ásökunum sem áttu við harla lítil rök að styðjast. Tveir gamlir liðsmenn flokkseigendafélagsins voru fengnir til að hjóla í Ögmund, þeir Ólafur Gunnarsson braskari frá Norfiði, sá hinn sami og frægur varð fyrir að stýra Hraðfrystihúsi Ólafsvíkur í gjaldþrot og Steinar nokkur Lúðvíksson, líka ættaður frá Norfirði, sonur Lúðvíks Jósepssonar alþingismanns og ráðherra. Ekki vantað víst heiftina og hatrið í orðræður þessara austfirsku labbakúta í garð Ögmundar með allskonar brigslum um svik hans við glórulaust valdabrölt Steingríms og þeirra sem gera hann út.

Eftir að senditíkur flokkseigenda höfðu lokið skrautlegum málflutningi sínum og heitingum, stóð Ögmundur upp og tók tíkurnar ærlega í gegn með skotheldum rökum og hrakti vaðalinn í þeim í heilu lagi ofaní kokið á þeim. Við svo búið skriðu hinar vesælu senditíkur, vælandi með skottin á milli lappana, á fund formanns VG, Álfheiðar og Svavars til að láta þau sleika sárin sem Ögmundur veitti þeim. Þess ber líka að geta, að Ólafur Góði, oddviti VG í Kópavogi, þorði ekki að láta sjá sig á fundinum, þrátt fyrir að hafa hvatt menn lögeggjan að til að mæta og láta Ögmund hafa það óþvegið.

 

 


mbl.is Gagnrýnir framsetningu RÚV
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Vilhjálmur Stefánsson

Jóhannes..þú gleimdir Birni óþvera Val Gíslasyni...

Vilhjálmur Stefánsson, 6.2.2012 kl. 00:52

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jóhannes Ragnarsson
Jóhannes Ragnarsson

Höfundur er búsettur í Ólafsvík.

netfang: joiragg@visir.is  Sími:436-1438 og 895-1438

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband