Leita í fréttum mbl.is

Lítið ávarp til félaga Jóns Bjarnasonar.

rev8_1162252.jpgJá, Jón minn, það ofbýður mörgum hvernig Flokkseigendafélag VG hefur hagað sér á yfirstandandi kjörtímabili. Þetta fólk hefur nefnilega komið fram eins og harðsvírustu kapítalistar í stjórnmálastétt. Enda hef ég hitt afar fá á síðustu misserin, sem kusu VG við síðustu alþingiskosningar og ætla að gera það aftur. Slíkar hafa aðfarir Steingríms og búrtíka hans verið í stjórnarráðinu og á opinberum vettvangi.

Það er líka meiriháttar magnað að hópur fólks, sem telur sig einkaerfingja arfleyfðar Kommúnistaflokks Íslands, Sameiningarflokks alþýðu - sósíalistaflokksins og Alþýðubandalagsins, vera orðnir eindregnir stuðningsmenn aðildar Íslands að ESB og virðist tilbúið að fórna öllu til sú aðild verði að veruleika, ekki síst í ljósi þess að ESB er ein af meginstoðum kapítalismans í heiminum, ásamt Bandaríknumum, ASG og NATO.

Nú er komið að þeim tímapunkti, Jón, að þú og aðrir andstæðingar ESB aðildar, upplýsi hvaða þingmenn VG það eru sem eru hreinir ESB-sinnar. Við vitum um auðvirðilega gepilinn Árna Þór, en fólk þarf nauðsynlega að vita hverjir hinir eru, þótr svo að ég hafi sterkan grun um hvaða ólánsfólk er þar um að ræða.

Nú er svo komið, að VG er ekkert annað en skjátan ein, óhrjáleg, illa lyktandi og götótt og lítið annað eftir en að bíða dæmalaust afhroð í næstu kosningum. Enda er ekkert eftir af VG en Flokkseigendafélagið, sem saman stendur af Áflheiði, Svavarsfjölskydunni, Steingrími, bútikum þeirra og dekurdýrum ásamt hrafli einhverju einskisnýtu heilaþvegnu draugamori, sem eltir þann lítilsiglda fénað sem Flokkseigendafélag VG er.

Nú er svo komið, Jón Bjarnason, að raunverulegir vinstrisósíalistar hér á leandi verða að bregast hart við, ekki síðar en að næstkomandi haustdögum, með því að safna liði og stofna Vinstriflokk með stóru Vaffi, flokk vinstrisósíalista, kommúnista og verkalýðssinna. Oft var þörf, Jón, en nú er nauðsyn. - Það er komið að ögurstund.


mbl.is „Ég hygg að mörgum sé nóg boðið“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jóhannes Ragnarsson
Jóhannes Ragnarsson

Höfundur er búsettur í Ólafsvík.

netfang: joiragg@visir.is  Sími:436-1438 og 895-1438

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband