Leita í fréttum mbl.is

Hundheiðið rofabarð.

fall2.jpgSkrítnar skepnur þessi stjórnmálaflokkar okkar, og verða alltaf einkennilegri og útúrfríkaði með hverju árinu sem líður. Tökum til dæmis Sjálfstæðisflokkinn: Þar á bæ hófu þeir einn góðan veðurdag að troða auðmönnum í erg og gríð gegnum nálaraugu og skemmtu sér vel við þá iðju. Eftir að hafa útvíkkað nálaraugað svo rækilega, að svínfeitustu auðvaldsbelgir hlaupa um  það fram og aftur eins og ekkert sé, stökkva sjálfstæðismenn enn fram á völlinn og reyna að ljúga að þjóðinni að þeir séu kristnir og öll þeirra verk, héðanífrá, verði á vegum heilagrar þrenningar.

Hver veit nema ég hefði tekið þetta kristilega amburbrall Sjálfstæðisflokksins alvarlega og trúað því. En þegar hinir kristnu brimskaflar risu hvað hæst á landsfundi Sjálfstæðisfokksins, komi Flosi heitinn Ólafsson mér til bjargar.

Það var nefnilega Flosi sem orkti hina óborganlegu vísu, sem gerði Sjálfstæðisflokkinn að hundheiðnu rofabarði með eftirfarandi vísukorni:

Á Mogganum er mikið puð,
menn þar trúa ekki á Guð.
En eitt er víst, og það er það,
að Þjóðviljinn er kristið blað.


mbl.is Skammast sín ekki fyrir trúarumræður
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jóhannes Ragnarsson
Jóhannes Ragnarsson

Höfundur er búsettur í Ólafsvík.

netfang: joiragg@visir.is  Sími:436-1438 og 895-1438

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband