Leita í fréttum mbl.is

Pu-pu mín

ingv1.jpgÞað er flestur andskotinn sem ungdómurinn tekur uppá nú til dags. Ekki er nóg með að þetta óefnilega fólk liti hárlufsurnar á sér í öllum regnbogans litum, klæði sig í spjarir sem gætu verið af marsbúum og stingi allskonar nálum, krókum og vírum hér og þar í andlitið á sér og fleiri líkamsparta, heldur eru kvensniptir á ungdómsaldri farnar að láta snikka til á sér skapabarmana og piltar á sama reki láta sitt ekki eftir liggja og láta sérfræðilækna tálga til á sér leyndarlimi sína svo þeir líta út eins og abstraktískir skúlptúrar.

Þegar gamla frú Ingveldur, móðir frú Ingveldar eiginkonu Kolbeins skrifstofustjóra, varð áttræð fyrir tveimur árum bauð hún ættingjum og vinum öllum til mikillar veislu og leigði stóran samkomusal undir jörvargleðina.

Það skal tekið fram, að gamla frú Ingveldur ekkrt gefin fyrir pjatt, smámunasemi og tilgerð og vandar tískudrósum og armanisperrileggjum sjaldan kveðjurnar, telur slíkar fígúrur ekki til fólks.

Í áttræðisafmæli gömlu frúarinnar bar það til, að einhverjir gárungar fóru að tala um tískuskapabarmaaðgerðir undir rós svo afmælisbarnið heyrði. Þá stóð gamla frú Ingveldur upp og sló í glasið sitt, sem var hálffullt af óblönduðu íslensku brennivíni, og heimtaði þögn í salnum. Síðan flutti hún örlítinn ræðustúf um ónáttúru og úrkynjun unga fólksins. Máli sínu lauk hún með ljóðmæli sem hún sagðist hafa orkt fyrir mörgum árum síðan og væri sérlega heilsusamlegt ungum villuráfandi nútímastúlkum. Síðan fó hún með ljóðmælið, sem er svo hljóðandi:

ingv_1193627.jpgPu-pu mín er loðin og löng,

lafir við það skiki.

Piltunum þókti hún heldur þröng

og þöndu hana út með priki.

Það sló að vonum geigvænlegri þögn á samkvæmið og margir létu sig hverfa hljóðlega af vettvangi án þess að þakka fyrir sig.

Daginn eftir ruddust börn og barnabörn frú Ingveldar gömlu heim til hennar og gerðu þá kröfu að kerlingin færi strax á vitlausraspítala fyrir aldraða, hún væri ekki hæf innan um heiðvirt fólk og gamla manninum, manni hennar, væri bráður háski búinn að vera stundinni lengur samvistum við slíkan sorakvenmann, sem léti sér sæma að þylja sóðaleg klámvers yfir börnum sínum, barnabörnum og branabarnabörnum.


mbl.is Áður fór engin í skapabarmaaðgerð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Níels A. Ársælsson.

Helvíti góð gamla frú Ingveldur :-)

Níels A. Ársælsson., 8.3.2013 kl. 08:55

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jóhannes Ragnarsson
Jóhannes Ragnarsson

Höfundur er búsettur í Ólafsvík.

netfang: joiragg@visir.is  Sími:436-1438 og 895-1438

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband