Leita í fréttum mbl.is

Uppeldispróblem og neyslugræðgi

images

Í búðinni upphóf krakkaskrípið æðisgengna baráttu fyrir sælgætiskaupum. En móðirin var föst fyrir, enda hlaðin diazepami, og lét ekki hagga sér um millimetersbrot og keypti þar af leiðandi ekki svo mikið sem fimmaura kúlu upp í trantinn á unganum.

Þegar út var komið tók krakkaskrípið grjót upp af strætinu og fleygði því að móður sinni og hæfði hana á milli augnanna.

Og þar sem móðirin lá rotuð á stéttinni, rændi barnið hana og óð að svo búnu inn í búðina og keypti sér þá gnótt sælgætis að fyllti tvo innkaupapoka.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jóhannes Ragnarsson
Jóhannes Ragnarsson

Höfundur er búsettur í Ólafsvík.

netfang: joiragg@visir.is  Sími:436-1438 og 895-1438

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband