Leita í fréttum mbl.is

Frú Ragnhildur magister í norrænum fræðum. II. hluti.

c_documents_and_settings_joi_my_documents_my_pictures_images_139309En þegar sex mánuðir voru liðnir án þess að nokkuð hefði heyrst eða sést til kerlingar, fóru nánustu aðstandendur að undrast um afdrif hennar. Þau Grettir, Þórólfur og Hallgerður, ásamt Arnkatli, höfðu endrum og sinnum ekið af mikilli hægð framhjá íbúð Ragnhildar, án þess að verða nokkurs vísari. Það var alltaf ljós í sömu gluggum, sem gat bent til að hún væri heima. En að aldrei væri hreyft við ljósunum í íbúðinni var samt einhvað hráslagalegt og einkennilegt. Og þeirri kaldranalegu hugsun sló niður, að máske lægi gamla frúin ósjálfbjarga eða dauð inni hjá sér. Við því yrði að bregðast, með góðu eða illu, hvað sem tautaði og raulaði.

Í framhaldi af hinni nagandi óvissu, var sonarsonur frú Ragnhildar, Arnkell Þórólfsson, gerður út af örkinni og settur á njósn við íbúð hennar.

Þegar strákskrattinn hafði njósnað, án árangurs, í tvo sólarhringa, var ekki um annað að ræða en að láta til skarar skríða og brjótast inn til þeirrar gömlu.

(Framhald síðar ...)


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jóhannes Ragnarsson
Jóhannes Ragnarsson

Höfundur er búsettur í Ólafsvík.

netfang: joiragg@visir.is  Sími:436-1438 og 895-1438

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband