Leita í fréttum mbl.is

Svavarsvædd stjórn VG

422002BÉg sé á þessari frétt að Svandís og Gestur Svavarsbörn hafa verið kosin í Stjórn VG, sem að mínu mati er býsna athyglisvert. Ég hefi talið að hægt hefði verið að komast af með annað þeirra.

Þá vekur eftirtekt mína að fallkandídatarnir Lilja Rafney og Hlynur Hallsson hlutu kosingu í stjórnina, sem bendir til að vel hafi tekist til með val á atkvæðisbærum landsfundarfulltrúum.

Svo er skemmtilegt, svo ekki sé meira sagt, að hafa mynd af Hjörleifi Guttormssyni með fréttinni því þar fer raunverulegur stjórnarmaður í VG, þó ekki hafi hann verið kosinn til þess arna. En svona er lífið: menn geta ráðið lögum og lofum í stjórnmálaflokkum án þess að nokkur hafi kosið þá formlega til trúnaðarstafa.

 

Jóhannes Ragnarsson


mbl.is Kosningaáherslur VG kynntar í dag
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jóhannes Ragnarsson
Jóhannes Ragnarsson

Höfundur er búsettur í Ólafsvík.

netfang: joiragg@visir.is  Sími:436-1438 og 895-1438

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband