Leita í fréttum mbl.is

,,Að hann gisti, eigi vist, oní frystikistu"

,,En árið nítján núll og eitt
um nótt þeim varð á slysni.
Vilja drottins varð ei breytt:
Walt kom undir, Disney.

----------------

Það um listakynjakvist
kveða í máli stystu,
að hann gisti, eigi vist,
oní frystikistu.
               (Höf. Þórarinn Eldjárn - Disneyrímur 1978)


walt1.jpgSvo er sagt, að Walt karlinn Disney bíði þess gaddfreðinn á botni frystikistu, að lækning finnist við sjúkdómi þeim er dró hann til dauða. Enn fremur að affrystingartækni fullkomnist, sem og að nýtilegar gladraþulur finnist sem dugi til að vekja menn upp frá dauðum. Þegar þetta þrennt liggur fyrir tilbúið á borðinu, er heldur ekki eftir neinu að bíða með upprisuna. Að henni lokinn getur Walt tekið upp þráðinn þar sem frá var horfið og farið að stjórna meðvitundariðnaðinum, sem hann kom á koppinn fyrir margt löngu, eins og ekkert hafi í skorist.

Þegar skemmtifley Disneyveldisins kemur til Akureyrar mun því að sjálfsögðu verða lagt utaná eitthvert skipa Samherjaveldisins.

"Krókódílar glenna gin,
górilluapar hylja sin.
Frussa vatni um frekjuskarð
flóðhestar í von um arð."
(Úr Disneyrímum)


mbl.is Disney siglir til Íslands sumarið 2015
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jóhannes Ragnarsson
Jóhannes Ragnarsson

Höfundur er búsettur í Ólafsvík.

netfang: joiragg@visir.is  Sími:436-1438 og 895-1438

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband