Leita í fréttum mbl.is

Ekki á vetur setjandi

xd2_1236027.jpgEkki efa ég að frjálslyndi og gleði hafi ríkt í kerðsum auðvaldssinnuðu hugsjónaleysingjanna í 101 Reykjavík meðan alþýðan hefur mátt bjarga sér dag frá degi með því að lepja dauðann og djöfulinn úr skel. Dagur bé, gnörrin og hinir auðvaldbesefarnir borgarstjórn deila ekki kjörum með alþýðunni, vita ekki að hún sé til, og vilja heldur ekkert af henni vita. Þessir uppskafningar, tómhyggjubjálfar og laumuaðdáendur og vinir Péturs Þríhross og Jóhanns Bogesen skemmta sér við háfleygar diskúasjónir um skipulagsmál fyrir fáráðlinga, flugvöllinn burt, rauðvíssnobb undir harmónikkuleik Gvendar vitlausa og hlægja sig dauðmáttlausa af ekkibröndurum yfirgnarrsins og proppalingsins. Hugarheimur þessa afdankaða sjálfhverfa rumpulýðs markast af suðurenda Stóru Tjarnarinnar, Lækjargötu, Hafnarstræti og Suðurgötu. Um heiminn sem við tekur utan fyrrgreindra landamerkja varðar hann ekki um, og úthverfi borgarinnar þekkir þetta fólk ekki nema í mesta lagi af afspurn. Á sveitamáli væri sagt um þessar skepnur, að þær væru ekki á vetur setjandi.
mbl.is Frjálslyndi og gleði í borginni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Valur Jensson

Einmitt, ekki á einn einasta vetur setjandi! -- Og hér er mitt viðbragð:

jvj.blog.is/blog/jvj/entry/1391402/

Jón Valur Jensson, 26.5.2014 kl. 22:18

2 identicon

Góðir  pistlar hjá þér JR. sem endranær, en er ekki vandamálið að það eru ekki lengur neitt fólk með pólitíska sannfæringu eftir í bransanum, þetta eru allt saman atvinnupólitíkusar og lobbyistar og í raun leikarar sem ná að selja sig til að ná kjöri, er ekki Jón Gnarr gott dæmi um þetta? gerðist borgarstjóri til að fá þægilega vel borgaða innivinnu.

Kristján B Kristinsson (IP-tala skráð) 28.5.2014 kl. 07:55

3 Smámynd: Vésteinn Valgarðsson

Jói, vandamál íslenskra stjórnmála hverfast um skiptingu í stéttir en ekki skiptingu í póstnúmer. Auðmenn og arðræningjar búa í flestum póstnúmerum, meðal annars á landsbyggðinni -- og alþýðan líka -- þannig að póstnúmerahreppapólitík veitir lítinn skilning á alvörumálum.

Vésteinn Valgarðsson, 28.5.2014 kl. 12:24

4 Smámynd: Vésteinn Valgarðsson

Viðbót: Og hvers eiga auðvaldssinnaðir hugsjónaleysingjar annarra póstnúmera að fara varhluta af gagnrýninni?

Vésteinn Valgarðsson, 28.5.2014 kl. 12:25

5 Smámynd: Jóhannes Ragnarsson

Mér hefur nú sýnst, Vésteinn, að áhugamál atvinnupólitíkusanna í borgarstjórn Reykjavíkur spanni ekki yfir ýkja stóran part af höfuðborginni, hvað þá að kjör og lífsbarátta alþýðunnar sé þessu lið hugleikin.

Jóhannes Ragnarsson, 29.5.2014 kl. 21:10

6 Smámynd: Vésteinn Valgarðsson

Með því að slengja sökinni á póstnúmerið (a) fyllist sakamannabekkurinn af saklausu fólki sem býr þar - á borð við sjálfan mig; (b) undanskilurðu alla arðræningja og tækifærissinna sem eru svo heppnir að búa í öðrum póstnúmerum og (c) tekurðu undir við/þeir skiptingu sem sveitastórbokkar nota til að setja sjálfa sig í hóp með alþýðu landsbyggðarinnar í staðinn fyrir að fólk skoði hlutina í stéttalegu samhengi. Það eru auðvaldið og taglhnýtingar þess sem verðskulda bomsuna í rassinn.

Auk þess er miðbær Reykjavíkur ekki bara eitthvert random póstnúmer, heldur er hann bæði sameign allra landsmanna og andlit landsins út á við.

Vésteinn Valgarðsson, 30.5.2014 kl. 14:34

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jóhannes Ragnarsson
Jóhannes Ragnarsson

Höfundur er búsettur í Ólafsvík.

netfang: joiragg@visir.is  Sími:436-1438 og 895-1438

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband