Leita í fréttum mbl.is

Nú er tækifæri fyrir einkavæðingarsinna að taka á sig rögg

xd6_1234649.jpgNú þykir mér heldur betur hafa hlaupið á snærið hjá Bjarna Ben og annarra einkavæðingarsjúklinga. Það er ekki á hverjum degi, sem ráðherra gengur svo rækilega frá hnútunum að nauðsynlegt er að skifta ráðuneytinu, sem hann gegnir, upp í tvo eða fleiri hluta. Og fyrst svona er nú komið fyrir blessuðum öðlingnum henni Hönnu Birnu, að ráðuneyti hennar er tvístrað útum læri og maga, ef svo má að orði komast, þá á tímælalaust að nota tækifærið og einkvæða þann hluta innanríkisráðuneytisins, sem Hanna Birna hefur kastað útfyrir dyrnar hjá sér.

Já, piltar mínir, nú eiga Bjarni Ben og yfirhúskarl Framsóknarmaddömunnar að taka á sig rögg og bjóða út dóms- og kirkjumálahluta innanríkisráðuneytisins. Í framhaldinu mun hið veleðla fyrirtæki Sinnum ehf. undir stykri stjórn Ásdísar Höllu, sem er mikil dálætisvinkona Hönnu Birnu, bjóðast til að taka að sér dómsmál og kirkju í einkaframkvæmd. Auðvitað verður tilboði Sinnum ehf. tekið með þökkum og þar með verður svart leiðindamál, sem angrað hefir ríkisstjórnina, endanlega úr sögunni.
mbl.is Dómsmálin færð undir sérstakt ráðuneyti?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jóhannes Ragnarsson
Jóhannes Ragnarsson

Höfundur er búsettur í Ólafsvík.

netfang: joiragg@visir.is  Sími:436-1438 og 895-1438

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband