Leita í fréttum mbl.is

Ingi skólameistari bjargar borgarstéttinni frá yfirvofandi glötun

kol41.jpgÞvílík guðsmildi, að Inga skólastjóra skuli hafa borið gæfu til að standa hina drykkfelldu nemendur sína að verki áður en þeim tóks að útskrifast úr Verslunarskólanum með annan eins sóðaglæp á herðum sér. Það nær að sjáfsögðu ekki nokkurri átt, að drengir af fallegum heimilum, sem ákveðið hafa að halda merki borgarastéttarinnar á lofti á sama hátt og foreldrar þeirra, afar og langafar hafa gert með miklum sóma mann fram af manni, skuli hafa orðið á sú skyssa, að stunda leyniáfengisneyslu innan veggja skólans. Það sér hver maður, að ef stétt kaupmanna, heildsala, skrifstofustjóra, hagfræðinga og viðskiftafræðinga verður að meirihluta til mönnuð siðlausum fylliröftum og slordónum, þá er tilvist sjálfrar borgarastéttarinnar á Íslandi í stórhættu. Og hvað er dýrmætara einni lítilli þóð útí ballarhafi en ófull borgarastétt?

En sem betur fer sá Ingi skólameistari, eða öllu heldur öryggismyndavélarnar, við hinum brennivínssjúku óráðssíubesefum og bjargaði þannig borgarastéttinni frá endanlegu falli. Það skulum við þakka honum Guði og Jesú og honum Inga innilega fyrir.
mbl.is 16 nemendur reknir vegna drykkju
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jóhannes Ragnarsson
Jóhannes Ragnarsson

Höfundur er búsettur í Ólafsvík.

netfang: joiragg@visir.is  Sími:436-1438 og 895-1438

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband