Leita í fréttum mbl.is

Og hann hefir klórað og klórað en kanske einum of laust

njalgur.jpgÞað er auðvitað grafalvarlegt mál, ef rétt er að Dagur borgarstjóri sé á iði, jafnvel allur á iði. Þessháttar einkenni benda nefnilega ótvírætt til að pilturinn sé með njálg, bókstaflega undirlagður og sárþjáður af þessum hræðilega hvimleiða sjúkdómi.

En Dagur þar samt ekki að örvænta þó útlitið sé bágborið hjá í þessum tímapunkti, því ekki er algengt að fólk láti lífið af ágangi njálgs í iðrum þess. Hinsvegar má satt rétt vera, að leiðinlegt sé fyrir tauganæmt fólk að horfa uppá merkispersónu á borð við borgarstjóra Reykjavíkur vera iðandi og tifandi af ormaveiki.

Eftir að hafa gaumgæft alvarlegt heilsufarsástand Dags B. Eggertssonar, þá hygg ég að honum hafi orðið á í messunni eins og þjóðskáldinu, sem þannig orkti um viðureign sína við óæskilega farþega, sem tekið höfðu sér stöðu í bláenda skáldsins:
,,Og þeir hafa nagað og nagað
og nú er komið haust
og ég hefi klórað og klórað
en kanske einum of laust.

Niðurstaða mín er því á þá leið, að farsælast sé fyrir borgarstjórann atarna, að hann dragi silkihanskana af kjúkum sér, segi njálgunum stríð á hendur og klóri sér eins og sönnum karlmanni sæmir á þeim líkamsparti hvar bölvuð kvikindin kíkja annað slagið út til að anda að sér heilnæmu lofti.


mbl.is „Dagur, hættu að vera á iði“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jóhannes Ragnarsson
Jóhannes Ragnarsson

Höfundur er búsettur í Ólafsvík.

netfang: joiragg@visir.is  Sími:436-1438 og 895-1438

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband