Leita í fréttum mbl.is

Varð að draga eina á út löppunum og berja aðra til að koma þeim á fundinn

ingv44.jpgÞað var frú Ingveldur, sem átti veg og vanda að því að kalla Landssamband sjálfstæðiskvenna saman og láta það samþykkja einarða stuðningsyfirlýsingu við Hönnu Birnu.

Frú Ingveldur varð semsé þess áskynja, að sjálfstæðisflokkskonur væru of værukærar og áhuglausar fyrir því að veita Hönnu Birnu þann stuðning, sem hún á óneitanlega inni hjá sjálfstæðiskerlíngum, og tók því til sinna ráða. Það gekk svosem ekki andskotalaust hjá frú Ingveldi, að hotta kerlíngunum saman og varð hún að grípa til margvíslegra óyndisúrrða til að koma þeim í skilning um, að oft hefði verið þörf á síðustu mánuðum að styðja Hönnu Birnu í raunum hennar, en nú væri komin upp hrein og bein nauðsyn. Til dæmis varð frú Ingveldur að draga eina sjálfstæðiskonuna út á löppunum og berja aðra til að koma þeim í skilning um að málið væri alvarlegt og þær yrðu að hundskast til að mæta á fundinn til að samþykkja styðningsyfirlýsinguna.


mbl.is Sjálfstæðiskonur styðja Hönnu Birnu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jóhannes Ragnarsson
Jóhannes Ragnarsson

Höfundur er búsettur í Ólafsvík.

netfang: joiragg@visir.is  Sími:436-1438 og 895-1438

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband