Leita í fréttum mbl.is

Vandræðabörnin í Heimdalli bregðast ekki

kol9.jpgAlltaf veitir það mér jafn mikla unun að heyra sögur af vandræðabörnunum í Heimdalli. Og ekki bregðast þessir blessaðir ungar í dag, fremur en aðra daga.

Um þessar mundir vill svo hryggilega til, að Bjarni Ben þarf að finna nýjan innanríkisráðherra í staðinn fyrir þennan sem farinn er til útlanda með djúpt skósólafar á blessuðum gullrassinum sínum. Til að hjálpa Bjarna við þetta voðalega verk koma litlu heimdellingarnir eins og púkastóð útúr músarholunni í Valhöll og leggja til, að ,,sá hæfasti" verði valinn til að gegna embætti innanríkisráðherra. Nú er það svo, að enginn í þinflokki Sjálfstæðisflokksins er hæfur til að gegna ráðherraembætti og yfirleitt er ekki nokkur sála í þessum volaða Flokki hæfur til þessháttar stafa. Og vandast þá málið allverulega. Ef til vill hefði smáfólkið, sem er til heimilis í Valhöllu, átt að orða kröfu sína á þá leið, að velja eigi minnst óhæfa einstaklinginn í embættið. Hinsvegar er dálítið broslegt, að skipa óhæfan einstakling ráðherra, en á móti kemur, að Sjálfstæðisflokkurinn er alvanur að gera slíkt.

Annars getur Bjani Ben tekið hvaða stefnu sem er varðandi ráðherraráðninguna. Ef hann ætlar sér að skipa minnst óhæfa sjálfstæðismanninn á Suðurlandi í djobbið, þá heitir sá Árni Johnsen; ef honum langar að taka minnst óhæfu konuna, þá er það vitaskuld frú Ingveldur. Standi hugur Bjarna í þá átt að gera óhæfasta vestfirðinginn fyrr og síðar að innanríkisráðherra verður Einar Kr. sjálfkrafa fyrir valinu.

Og rétt áðan heyrðis í garminum honum Katli, Pétri Blöndal, í sjálfum fréttatíma Ríkisútvarpsins, kvaka um að hann sæktist eftir embættinu, því honum væri orðið súrt í augum, að horfa uppá innanríkisráðuneytið án hirðis.


mbl.is Bjarni velji hæfasta einstaklinginn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jóhannes Ragnarsson
Jóhannes Ragnarsson

Höfundur er búsettur í Ólafsvík.

netfang: joiragg@visir.is  Sími:436-1438 og 895-1438

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband