Leita í fréttum mbl.is

Rétt skoðun er jafn mikilvæg og ruglandi, en hvert tveggja eru ær og kýr hins frumstæðari manns

xv2.jpgHerra B. Njelson ætti manna best að vita hvað rétt skoðun er mikilvæg. Hvað ætli það séu margir einstaklingar sem hafa gengið í Flokkinn hans til að til að tryggja sig gegn óáran og hælkrókum af hálfu Flokksins og eða greiða fyrir fyrirgreiðslum af einhverju tagi? Það er nefnilega svo, að Flokkurinn refsar þeim sem hafa óæskilega skoðun. Það er víst öll lýðræðisástin og allur kristilegi náungakærleikurinn sem blessaði heiðarlegi Sjálfstæðisflokkurinn getur státað af.

Hitt er síðan aftur annað mál, að múgsefjunin vegna djöfulgangsins í París ríður ekki við einteyming hvað varðar rugl og skoðannamyndandi vitleysu - já og illa meinta rétttrúnaðarorgíu. En það er auðvitað ekki við góðu að búast hér á landi, þegar haft er í huga hvaða endemi og ,,stórgáfaðir" menningarvitar stýra opinberri umræðu.

Í frægri ritgerð félaga Þórbergs Þórðarsonar, ,,Einum kennt - öðrum bent" segir meðal annars í kaflanum um ruglandi: ,,Ruglandi, framin af ráðnum hug, má heita dagleg iðkun margra þeirra, er um stjórnmál rita hérá landi." Enn fremur segir í sama kafla: ,,Þessir forheimskendur þjóðfélagsins geta þó verið skynsemisgreindir, snuddgáfaðir. Þeir geta verið séðir, kænir, sniðugir, gæddir góðu klíkuviti. En þetta er aðall hins frumstæðari manns og nátengdur sjálfsbjargarbaráttunni."


mbl.is Spyr hvort tjáningafrelsið sé bara fyrir réttar skoðanir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jóhannes Ragnarsson
Jóhannes Ragnarsson

Höfundur er búsettur í Ólafsvík.

netfang: joiragg@visir.is  Sími:436-1438 og 895-1438

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband