Leita í fréttum mbl.is

Út yfir allan þjófabálk

xb1_1257291.jpgÞað er ekki að ófyrirsynju, að gott og grandvart fólk hafi allan varan á gagnvart þrifafyrirbærinu sem kallað er Verzlunarskóli Íslands. Í hugum margra er umrædd stofnun, einkaskóli með ríkisspenann að eilífu í prangaratrantinum, þess eðlis, að það setur hroll að þeim um leið og þeir hreyra hann nefndan.

Og víst hefir þessi skólabora, ef skóla skyldi kalla, ýmislegt skuggalegt á samviskunni. Þórberg Þórðarson rithöfund, lang gáfaðasta mann sem stigið hefir innfyrir dyr skólans, ráku þeir frá kennslustörfum vegna skoðanna hans á auðvaldinu og kirkjunni. Enda sendir allrahanda arðræningjastóð og braskarar börnin sín í þennan skóla til að gera þau að verra fólki.

Þó tekur útyfir allan þjófabálk, þegar Verzlunarskóli Íslands útskrifaði frú Ingveldi með próf í grunni að viðskiptasukki. Ekki var frú Ingveldur fyrr komin með prófskýrteinið í hendurnar, en hún hóf kaupsýslustörf með tilheyrandi gjaldþrotum, misferli, auðgunarglæpum og arðráni. Tilþrif þessarar vösku konu leiddu til þess, að fljótlega var hún komin inná gafl í höfuðstövum stjórnmálaflokksins sem hún elskar og dáir.


mbl.is Verslingar vekja reiði í Taílandi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jóhannes Ragnarsson
Jóhannes Ragnarsson

Höfundur er búsettur í Ólafsvík.

netfang: joiragg@visir.is  Sími:436-1438 og 895-1438

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband