Leita í fréttum mbl.is

Gæti framið mörg óskiljanleg axarsköft, sem myndu ríða Flokknum að fullu

ingv45.jpgHvað er að heyra! Ég hefði haldið, að svokallaðir sjálfstæðismenn væru hæstánægðir með sína Hönnu Birnu sem varaformann skrýtna flokksins, sem kennir sig af óvenjulegri forherðingu við sjálfstæði. Enda er Hanna Birna aldeilis fullgóð fyrir þá, jafnvel ofgóð ef eitthvað er. En máske vilja sjálfstæðismenn gjöra Hönnu Birnu að formanni og maddömu Nordal að varaformanni, annað getur varla verið.

Það getur svosem hugsast, að fámennið, sem enn heldur tryggð við óreiðusamtökin sem kenna sig við sjálfstæðið, vilji endilega kasta núverandi formanni útá kaldan klaka, eins og útburði, og leyfa honum að veina þar í frosthörkunni uns yfir lýkur. Hvað vitum við? Satt að segja höldum við, að miklum meirihluta landsmanna standi á sama hvernig sjálfstæðismenn fara að ráði sínu, svo lengi sem það minnkar atkvæðamagnið, sem þessi leiðindasamtök fá í kosningum.

En varðandi maddömu Nordal, þá vekur furðu að frú Ingveldur skuli ekki hafa tekið þátt í að skrifa undir listann postulunum 10, og leggja þar með sitt þunga lóð á vogarskál hugsjónarinnar um að gjöra maddömu Nordal að varaformanni. Fjarvera frú Ingveldar af listanum bendir ótvírætt til þess, að hún álíti sem svo, að maddama Nordal rísi ekki undir varaformannstignni; að hún sé dálítið viðsjárverður gripur sem gæti með tíð og tíma framið svo mörg og óskiljanleg axarsköft að þvílíkt og annað eins myndi ríða Flokknum að full og öllu. 


mbl.is Forystumenn skora á Ólöfu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jóhannes Ragnarsson
Jóhannes Ragnarsson

Höfundur er búsettur í Ólafsvík.

netfang: joiragg@visir.is  Sími:436-1438 og 895-1438

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband