Leita í fréttum mbl.is

Þegar þjóðin fór að trúa að Helgi væri söngvari

sing.jpgÞað var merkileg stund í lífi þjóðarinnar þegar hún fór að trúa því að Helgi Björnsson væri söngvari; það komst semsé í hámæli, eins og um óvéfengjanlegan sannleika væri að ræða, að Helgi hefði söngrödd og kynni að syngja. Þegar farið var að segja útlendingum þessi býsn fóru þeir undantekningarlaust að hlægja og héldu að væri verið að gera góðlátlegt grín við þá og að Helgi þessi væri einhverskonar laglaus uppistandari, sem þættist kunna að syngja.

Þá þykir útlendingum það ekki minni tíðindi þegar þeim er sagt frá fyrirbærum, sem hérlandsmenn segja þeim að séu stjórnmálaflokkar á Íslandi. Þeir erlendu telja nefnilega, að það sé verið að segja þeim frá spaugilega absúrd mafíusamtökum og halda að sé verið að ljúga að þeim. 

En þegar hinum erlendu hlustendum er sagt frá sæmdarhjónunum frú Ingveldi og Kolbeini Kolbeinssyni með þeim ummælum að þau séu einhverskonar flaggskip borgarastéttarinna á Íslandi, þá renna tvær grímur á vesling fólkið. Og til eru þeir menn erlendir, sem draga þá ályktun, eftir að hafa hlýtt á Íslendinga segja af sjálfum sér, þar fari reglulega skemmtilega úrkynjaður og grobbinn þjóflokkur, haldinn verulega broguðum hugmyndum hvað sé vellukkað og fínt á háborgaralegan mælikvarða, fyrir nú utan sérkennilega þekkingu á söng.


mbl.is Þekkt söngkona heillaði alla þjálfarana
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Þá var útlendingum sagt frá Ólsara sem bloggar um þá, he lives here... .- Útlendingum var bent á roskin hjón sem  halda að þau séu eitthvað.-Útlendingar fengu að hlýða á söngvara sem heima menn meta ekki.Why? Útlendingar fengu að vita að bloggarinn hefur oft komið til útlanda,meira að segja búið þar og kann 5 tungumál. Útlendingar flýja í menninguna á höfuðborgarsvæðinu.

Helga Kristjánsdóttir, 2.10.2015 kl. 02:27

2 Smámynd: Jón Valur Jensson

Ég kann nú bara ágætlega við sönginn hjá Helga Björnssyni.

Þú varst á rangri hillu í kvöld, Jói !

Jón Valur Jensson, 2.10.2015 kl. 02:42

3 Smámynd: Jóhannes Ragnarsson

Svona okkar á milli sagt, Jón Valur, þá kann ég líka ágætlega við sönginn hjá Helga, finnst hann beita röddinni smekklega og skynsamlega.

En um hvaða bolggara úr Ólafsvík ert þú að tala, Helga mín Kristjánsdóttir? Og hver eru rosknu hjónin osfrv?

Jóhannes Ragnarsson, 2.10.2015 kl. 08:37

4 Smámynd: Jón Valur Jensson

Þú varst náttúrlega ódámur að skrifa svona um hann Helga!

Eða hvað? Er kannski allt í einu verið að ætlast til þess að þú skrifir í fullri alvöru?!

Þakka þér annars fyrir margan hláturkrampann gegnum tíðina!

Jón Valur Jensson, 4.10.2015 kl. 05:00

5 Smámynd: Jóhannes Ragnarsson

Ekkert að þakka, Jón Valur.

Auðvitað var ég ódámur að vera með flím um söng Helga, hann á það eiginlega ekki skilið. Annars vona ég að sem flestir séu farnir að átta sig á, að mér þykir frekar leiðinlegt að skrifa í fullri alvöru, en þeim mun skemmtilegra að glíma við hálfkæring og jafnvel öfugmæli.

Jóhannes Ragnarsson, 4.10.2015 kl. 11:31

6 Smámynd: Jón Valur Jensson

Góður! smile

Jón Valur Jensson, 6.10.2015 kl. 02:16

7 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Jóhannes,veistu að ég man það ekki núna. veit bara að það marraði í hrekkjusvíninu mínu,sem var með þessa flónsku í heiftarlegri rit stíflu. En mér þykir vænt um þennan bæ þar sem maðurinn minn fæddist. Ég þarf að fá að gantast,en endist ekki í heilan pistil hjá mér sjálfri. Fyrirgeðu elskulegur.

Helga Kristjánsdóttir, 7.10.2015 kl. 00:42

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jóhannes Ragnarsson
Jóhannes Ragnarsson

Höfundur er búsettur í Ólafsvík.

netfang: joiragg@visir.is  Sími:436-1438 og 895-1438

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband