Leita í fréttum mbl.is

Pólitískur lúsafaraldur á endastöð

Johanna-og-Gudlaugur-Thor_1091123689Ætli það geti ekki vafist fyrir Árna Páli og öðrum samfylkingarliðum, að tala fylgi Samfylkingarinnar upp? Ég er ansi hræddur um það. Það er nefnilega enginn leikur, að kjafta innihaldslaus fyrirbæri eins og Samfylkinguna upp, eftir að hafa tapað röskum tveim þriðju af fyrra fylgi. Það rann sem sé upp fyrir kjósendum, að Samfylkingin stæði ekki fyrir nokkurn skapaðan hlut í stjórnmálum, nema ef til vill ESB-innlimun, hið auðvirðilega krataeðli og kapítalisma. En það sem verra er fyrir Árna Pál og félaga, er sú óumbreytanlega staðreynd, að Samfylkingin mun aldrei öðlast innihald af nokkur tagi umfram það sem nú er.

Við höfum oft heyrt veslings samfylkingarfólkið japla á því, að þeir séu jafnaðarmenn, Samfylkingin sé jafnaðarmannaflokkur og að jafnaðarstefnan eigi erindi við þjóðina osfrv. Á þessu öllu er einn grundvallargalli: Samfylkingin er ekki jafnaðarmannaflokkur vegna þess að félagarnir eru ekki jafnaðarmenn, sem gerir að verkum að samanlagt á þetta lið ekkert erindi við þjóðina. Samfylkingin er nefninlega kapítalískur flokkur, rétt eins og Sjálfstæðisflokkurinn og Framsókn, og hennar ær og kýr eru þjónusta auðvaldið, skríða fyrir því og taka af alefli þátt í bralli þess. Jafnaðarstefna er bein þýðing á orðinu sósíalismi og hvert mannsbarn veit, að Arni Páll og aðrir í Samfylkingunni eru ekki sósíalistar fremur en Davíð Oddsson og Sigmundur Davíð.

Það er ljóst, að komið er haust í innihaldslausu lífi Samfylkingarinnar, maðurinn með ljáinn hefir hafið eggjárn sitt á loft yfir höfði hennar. Tilgangslaust er að reyna að halda lífi í þessum bráðfeiga sjúklingi; nær væri að stytta þjáningar hans með líknardauða. Óþarft verður að efna til útfarar vegna dauða Samfylkingarinnar, eða minningarathafnar, því flestir verða fegnir að losna við þennan pólitíska lúsafaraldur.


mbl.is Tala þarf Samfylkinguna upp
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jóhannes Ragnarsson
Jóhannes Ragnarsson

Höfundur er búsettur í Ólafsvík.

netfang: joiragg@visir.is  Sími:436-1438 og 895-1438

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband