Leita í fréttum mbl.is

Búrtík Ríó Tintó góðgerðafélagsins hló og gelti

búr1Það er áreiðanlega göfugt embætti að vera launuð búrtík Ríó Tintó góðgerðafélagsins á Íslandi og gelta hástöfum þegar húsbændurnir og frú Rist sigar henni á verkafólk. Ef ég skil rétt, þá strandar kjaradeilan í Straumsvík á atriði sem kostar Ríó Tintóið afar lítið í peningalegu samhengi og virðist miða eingöngu að því að niðurlægja verkafólk og traðka á réttindum þess. Þessvegna er geltið og spangólið í búrtíkinni sérlega aumkunarvert og setur hana á bekk með lágkúrulegustu vesalingum þjóðarinnar. Það er varla eftisóknarvert fyrir húsbóndaholla búrtík, hvað þá venjulegt fólk með sóma- og réttlætistilfinningu.

Nú má svo sem vel vera að í fljótu bragði og af órannsökuðu máli sé erfitt að sanna að útskipunargengið, sem saman stendur af frú Rist og frú Lýsis og fáeinum ógæfupersónum til viðbótar, sé það lélegasta í Evrópu. Hitt ætti að vera óumdeilt, að málstaður þessa makalausa gengis er mjög vondur og eflaust með því allra versta sem gerist í álfunni þrátt fyrir að gengið sé undurvel launað og frú Rist og frú Lýsis séu mikils metnar við háborð auðvaldsins.

Í gærkvöldi var mikið skálað fyrir útskipunargenginu frækna í Straumsvík og stóð það skálaglamm í alla nótt og stendur enn, þegar þetta er skrifað um hádegi á laugardegi. Það var meira að segja skálað sérstaklega í landabruggi til heiðurs búrtíkinni sem veislugestum þótti hafa staðið sig frámunalega vel í bardaganum við skítugu verkakallana sem hafa verið að steyta kjaft uppá síðkastið. Og Máría Borgargagn lýsti því hátíðlega yfir, þó hún væri bæði draghölt og ölmóð á þeirri stundu, að vel gæti hún hugsað sér að eiga þvílíka skepnu sem heimilisdýr.


mbl.is Mótmælir ósmekklegum ummælum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Valur Jensson

Þú ættir að lesa Fréttablaðs-greinar Ólafs Teits Guðnasonar, fjölmiðlafulltrúa fyrirtækisins, um þessi mál, Jói minn, og ég vona, að það sé þér ekki ofviða að skilja hans ljósu rök í málinu.

Jón Valur Jensson, 5.3.2016 kl. 13:03

2 Smámynd: Jóhannes Ragnarsson

Svona miðað við hvað þetta mál gengur útá þá samþykki ég ekki rök Ólafs Teits. Engann veginn.

Jóhannes Ragnarsson, 5.3.2016 kl. 14:52

3 Smámynd: Tyrfingur H. Tyrfingsson

Ég hef andstigð á þessum undirförlu kellingum um leið og einhver gagrýnir athafnir og áherslur hjá þessum bykkjum kemur alltaf sama viðkvæðið "Eru þið að þessu vegna þess að við erum konur" Ég held ég taki af öll tvímæli með þetta. -"Já þið fáið þetta yfir ykkur af því að þið eruð vanhæfar eiturnöðrur."

Tyrfingur H. Tyrfingsson, 6.3.2016 kl. 14:52

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jóhannes Ragnarsson
Jóhannes Ragnarsson

Höfundur er búsettur í Ólafsvík.

netfang: joiragg@visir.is  Sími:436-1438 og 895-1438

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband