Leita í fréttum mbl.is

Og þeir skutu hann eins og hænsni fyrir altarinu

gun3Það getur bara allsekki verið að öll þessi hersing af fólki sé að eltast við forsetaembættið; það hefir áreiðanlega ætlað að sækja um einhver allt önnur störf en meinlegur misskilningur á ráðningaskrifstofu hafi gert þau að umsækjendum að forsetaembætti Íslands. Vonandi verður birt leiðrétting á þessari vitleysu og hlutaðeigandi beðnir afsökunar á ónæðinu.

Svona misskilningur leiddi eitt sinn til þess að maður nokkur sem bað ráðningaskrifstofu um að finna fyrir sig starf við skurðgröft og holræsalagnir fékk dag einn bréf frá Biskubsstofu þess efnis að búið væri að ráða hann sem sóknarprest í illu brauði úti á landi. Og þar eð holræsamaðurinn hafði ekki annað þarfara að gera þá llét hann sig hafa að þiggja stafið og fór að messa yfir hausamótunum á skrílnum í sókninni. Og það tóks svo undur vel til með þennan frumlega sálusorgara að sóknarbörnin gerðu uppblástur gegn honum og skutu hann eins og hænsni fyrir altarinu af færi þegar hann var að syngja innganginn að föstumessunni.

Nú má aunginn að halda að hætta sé á að skotveiðimenn geri aðsúg að því fróma fólki, sem sett hefir verið fyrir misskilning á lista yfir umsækjendur að forsetastarfinu, og brenni á það úr launsátri eða opnu færi. Hinsvegar ber hlutaðeigandi umboðsmönnum þjóðarinnar að láta auglýsa aftur, og á skilmerkilegan hátt þannig að ekkert fari á milli mála, starf forseta Íslands og óska eftir viðeigandi heilsufarsvottorðum og greindarprófsvottorðum frá þeim er hyggjast bjóða fram stafskrafta sína.


mbl.is Baráttan um Bessastaði harðnar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jóhannes Ragnarsson
Jóhannes Ragnarsson

Höfundur er búsettur í Ólafsvík.

netfang: joiragg@visir.is  Sími:436-1438 og 895-1438

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband