Leita í fréttum mbl.is

Þegar Indriði Handreður hafði nærri því myrt Máríu Borgargagn

dog3_1241495.jpgÁ sínum tíma mátti ekki miklu muna að Indriði Handreður myrti Máríu Borgargagn óvart, eða með öðrum orðum: hann ætlaði að lóga Máríu, sem þá var kærasta hans en ekki eiginkona eins og síðar varð, og láta ódæðið líta út fyrir að vera slys. Nú þarf vafalaust nokkuð til, að vandaður heiðursmaður, sem að auki er stórvinur Kolbeins Kolbeinssonar skrifstofustjóra, íhugi alvarlega að stúta samræðisfélaga sínum eins og maðkaflugu sem gert hefir sig heimakomna í húsi hans. Þegar grannt er skoðað kemur í ljós að ástæðan fyrir ráðagerð Handreðsins var óviðurkvæmileg framkoma hunds við Máríu Borgargagn.

Þannig var mál með vexti, að Máría, sem legið hafði í sólbaði úti á palli á nærbuxum einum fata, kom allt i einu hlaupandi inn með miklu óðagoti (nauðalíku óðagotinu sem var á Sigmundi Dávíð þegar hann heimsókti félaga Ólaf Ragnar fyrr í vor) og kastaði sér hágrátandi í fang Indriða. Og þar eð Indriði Handreður er vænn maður og elskulegur, þá vafði hann heitkonu sína örmum, kyssti hana og sleikti hana í framan, því hann hugði bleytuna í andliti hennar vera tár, jafnvel fullþroskuð hjartatár. Þegar um hægðist kom í ljós að Máría hafði, eins og áður sagði, legið sofandi úti á palli og sólin lék af velþóknun um hvítt hörund hennar sem beið þess að verða brúnt og sællegt, þegar hún hrökk upp við að hundfjandi var búinn að lyfta öðrum afturfætinum og var í óðaönn að míga á andlit hennar. Þegar það rann upp fyrir Indriða að hann væri nýbúinn að sleikja hland úr ókunnugum hundi trylltis hann og hugðist leggja höndur á Máríu. Honum var skapi nær að kyrkja þennan kvennmannsandskota, sem hafði meðal annars á sakaskrá sinni að hafa lagst með Grænlendingi af því hún hélt að sá ófrýnilegi náungi væri Japani. En Máría var skjót til þegar henni varð ljóst að sambýlismaur henna ætlaði að vega hana og hljóp á nærbuxunum útá strætið og fékk sér borgið undan illum örlögum sem henni vóru búin í krumlum Handreðsins.

Þar sem að Máría var sloppin úr höndum Indriða, þá ákvað hann að beina drápshug sínum að helvítis hundinum og snúa hann í tvennt elligar þrennt. En því miður var hundurinn atarna á bak og burt þegar til átti að taka og sat því Indriði Handreður uppi með það eitt að sleikja úr honum þvagið sem hann hafði vökvað andlitið á Máríu Borgargagni með.


mbl.is Fyrirsæta myrti kærastann „óvart“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jóhannes Ragnarsson
Jóhannes Ragnarsson

Höfundur er búsettur í Ólafsvík.

netfang: joiragg@visir.is  Sími:436-1438 og 895-1438

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband