Leita í fréttum mbl.is

Bjarni sandari og blekkingavefurinn

aold1Maður er nefndur Bernie Sanders og býr vestrí Amríku. Upp á íslensku gæti þessi náungi sem best verið kallaður Bjarni sandari, sem segir líklega meira en mörg orð um þennan þorpara. Það er alkunna að Bjarni þessi sandari slapp útaf elliheimili þar vestra og engin gangskör hefir enn verið gerð til að handsama pilt og koma honum á hælið aftur. Sómakæru fólki til hrellingar hefir Bjarni sandari fengið að valsa um og fara í forsetaframboð eins og kynlegir kvistir gera hér uppá Íslandi.

Það vefst ekki fyrir nokkum manni að Bjarni sandari er fullkomlega elliær, orðinn geggjaður vegna uppþornunar á heila fyrir aldurssakir. En boðskapur karlsins er kunnuglegur; hann lýgur því til dæmis blákalt að fólki, í sínu galna hrumleika- og lýðskrumsástandi, að hægt sé að skapa ,,nýtt" efnahagskerfi á grundvelli hins gráðuga og úrkynjaða kapítalisma. Svona skaðlegu froðusnakki trúa að vísu undirförular og illa innréttaðar krataskitur sem segjast vera jafnaðarmenn án þess að hafa hugmynd um hvað orðið jafnaðarmaður þýðir. Jafnaðarmaður merkir nefnilega sósíalisti og sósíalistar stefna að sjálfsögðu að sósíalísku þjóðskipulagi. Hinsvegar stefnir sá ruslaralýður sem hvað oftast og hæst kallar sig jafnaðarmenn, bæði hér á Íslandi sem annars staðar á Vesturlöndum, alls ekki að því að koma á sósíalisma. Hugsjónir þessara aumu vesalinga miða eingöngu að því að viðhalda kapítalismanum og auðvaldsþjóðskipulaginu með einhverskonar plástrafyrirkomulagi á alverstu agnúana og þetta kalla ,,jafnaðarmennirnir" af sínu hræsnisfulla yfirlæti velferð eða eitthvað svoleiðis.

Það er allt annað en skemmtilegt þegar fyrirbæri á borð við Bjarna sandara og gömlu Framsóknarmaddömuna skreiðast trekk í trekk uppúr kör sinni til að blekkja almenning í því augnamiði einu að verja stöðu auðvaldsins, græðginnar og lágkúrunnar.


mbl.is Trump hagnast á Brexit-öflunum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Steindór Sigurðsson

Þetta er flott þú útskýrir hlutina á svo skemmtilegan og auðskiljanlegan hátt.

Áfram Jói Ragg.

Steindór Sigurðsson, 29.6.2016 kl. 14:46

2 Smámynd: Níels A. Ársælsson.

Ætli hann sé frá Hjallasandi helvískur ?

Níels A. Ársælsson., 29.6.2016 kl. 22:33

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jóhannes Ragnarsson
Jóhannes Ragnarsson

Höfundur er búsettur í Ólafsvík.

netfang: joiragg@visir.is  Sími:436-1438 og 895-1438

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband