Leita í fréttum mbl.is

Alþýðufylkingin

xplúsSamkvæmt þessari skoðannakönnun komast sjö flokkar á blað. Það sem þessir sjö flokkar eiga sameiginlegt er að þeir eru allir sem einn hægriflokkar; allir hafa þeir kapítalismann að leiðarljósi; allir eru þeir með forystusveitir sem hallar eru undir borgaralegt snobb og vilja engin tengsl við verkalýðsstéttina og eru, svo ólíklega sem það hljómar, ekki meðvitaðar um að hér er fjölmenn verkalýðsstétt. Einn af þessum sjöflokki, Vinstrihreyfingin grænt framboð, er svo óskammfeilin að hafa orðið ,,vinstri" ennþá í nafni flokksins þrátt fyrir að hafa sýnt í verki, í síðustu ríkisstjórn, að hann er grjótharður hægriflokkur, enda gáfust flestir raunverulegir vinstrimenn, sósíalistarnir, upp á þessum flokki og undirförulli forystu hans. VG er ekki einusinni grænn flokkur nema í þeim tilfellum sem það snertir ekki kjördæmi og nærumhverfi eigenda flokksins.

Eini alvöru vinstriflokkurinn, sem býður fram í kosningunum í haust er Alþýðufylkingin. Þegar þetta er skrifað hefur Alþýðufylkingin birt framboðslista sína í þremur kjördæmum, skipaða öflugu hugsjónafólki sem meinar það sem það segir í stjórnmálum. Hinsvegar hafa fjölmiðlar nánast ekkert gefið Alþýðufylkingunni gaum, ólíkt því þegar einhver óánægð braskarahjörð í Sjálfstæðisflokknum tók sig til og stofnaði fyrirbærið Viðreisn, sem þó er varla nokkuð annað en púngurinn og eyrun þegar búið er að reyta af henni hina kapítalísku grægi og ójafnaðarhyggju. Það er ljóst að fjölmiðlaklíkan gerir hvað hún getur að stýra því hvaða flokksnefnur eru alvöruflokkar og hverjir smáflokkar.

Nú er lag fyrir alla raunverulega sósíalista að segja skilið við hina meintu ,,vinstriflokka" VG og Samfylkinguna og ganga til liðs við Alþýðufylkinguna og taka þátt í að byggja hana upp til þess vegs og virðingar sem hún á skilið. Og þó að Píratar mælist vel í könnunum þessa dagana, þá er hún aðeins lík í lest kapítalismans og ekki líkleg til neinna afreka, nema ef einhverjum dettur í hug að axarsköft og fíflagangur teljist til pólitískra afreka.


mbl.is Píratar og Sjálfstæðisflokkur hnífjafnir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Einar Sveinn Hálfdánarson

Það er alltaf gaman að lesa vel stílaða pistla. Sérstaklega fyrir okkur sem þekkjum glæpi sósíalísmans. Ég hef líklega lesið hvert einasta hefti Rétts. Góður Guð forði öllum frá því.

Sem sagt; taktu þér tak.

Bkv.

Einar Sveinn Hálfdánarson, 22.9.2016 kl. 20:18

2 Smámynd: Jóhannes Ragnarsson

Sósíalisminn hefur enga glæpi framið, ekki fremur en Jesús Kristur og kenningar hans beri ábyrgð á glæpum hins kristna heims.

Svo skaltu halda áfram að lesa Rétt þér til hugarhægðar með tilheyrandi útúrsnúningum þínum á hugsjóninni um jöfnuð, jafnrétti, frið og bræðralag, en slíkar hugsjónir eru óhugsandi innan hins kapítalíska heimsskipulags.

Jóhannes Ragnarsson, 22.9.2016 kl. 21:47

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jóhannes Ragnarsson
Jóhannes Ragnarsson

Höfundur er búsettur í Ólafsvík.

netfang: joiragg@visir.is  Sími:436-1438 og 895-1438

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband